Íslenski boltinn

Baldur um Val: „Á enn eftir að sjá þá verða í baráttunni um titilinn“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur vann Lengjubikarinn og fékk aðeins eitt mark á sig í honum. Það kom úr vítaspyrnu.
Valur vann Lengjubikarinn og fékk aðeins eitt mark á sig í honum. Það kom úr vítaspyrnu. vísir/diego

Baldur Sigurðsson balla. Liðinu er spáð 2. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports.

„Þetta hefur litið mjög vel út hjá Val og það sem ég held að hafi hjálpað þeim í vetur er að á einhvern undarlegan hátt hafa þeir siglt undir radarinn. Þeir hafa bara fengið að vinna í sínu. Það er ekki þessi endalausa umræða um að þeir séu atvinnumannafélag og hvað þeir séu að gera og hvaða leikmenn þeir eru búnir að fá inn. Ég held að þetta sé mjög jákvætt fyrir Val hvernig þetta hefur verið og hvernig þeir hafa spilað í Lengjubikarnum og á undirbúningstímabilinu,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina.

„Það er ekki hægt að segja annað en þetta líti vel út. Þú færð ekki á þig mark og frammistaðan hefur verið gríðarlega öflug.“

Baldur er ekki á því að Valsmenn eigi eitthvað inni, til dæmis þegar kemur að sóknarleiknum.

„Ég er ekki viss um að þeir eigi mikið inni. Núna virðast þeir vera í þannig formi að þeir loka bara vörninni og hafa trú á því að þeir fái ekki á sig mark. Við þurfum aðeins að sjá hvað gerist þegar við förum inn í mótið. Þetta er breytt lið,“ sagði Baldur.

„Ég á enn eftir að sjá þá verða í baráttunni um titilinn en þeir verða klárlega í baráttunni um Evrópusæti. Þetta verður ágætis fyrsta ár hjá Arnari [Grétarssyni] en ég hef ekki trú á að þeir standist kröfurnar sem eru gerðar til Vals.“

Fyrsti leikur Vals í Bestu deildinni er gegn ÍBV mánudaginn 10. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×