Baldur um ÍBV: „Vísbendingar um góð kaup“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 11:00 Filip Valencic lofar góðu fyrir ÍBV. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson segir jákvæð teikn á lofti hjá ÍBV eftir gott undirbúningstímabil. Liðinu er spáð 8. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
„Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira