Baldur um ÍBV: „Vísbendingar um góð kaup“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 11:00 Filip Valencic lofar góðu fyrir ÍBV. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson segir jákvæð teikn á lofti hjá ÍBV eftir gott undirbúningstímabil. Liðinu er spáð 8. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira