Baldur um ÍBV: „Vísbendingar um góð kaup“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 11:00 Filip Valencic lofar góðu fyrir ÍBV. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson segir jákvæð teikn á lofti hjá ÍBV eftir gott undirbúningstímabil. Liðinu er spáð 8. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Það er nokkuð langt síðan þeir hafa litið svona vel út. Manni finnst þeir þó alltaf hafa litið þokkalega út og aldrei haft stórar áhyggjur af þeim enda verið með stór nöfn, Andra Rúnar [Bjarnason] í fyrra, Guðjón Pétur [Lýðsson] og fleiri. Núna er ekki alveg það sama uppi á teningnum. Það sem hefur breyst núna er að við erum að sjá árangur og það áhyggjuefni sem við töluðum mikið um, alveg fram í mitt mót í fyrra, að liðið virtist ekki vera í formi á ekki við núna,“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „Það er einkenni sem má aldrei vanta hjá Eyjamönnum. Það virðist klárlega vera til staðar núna og Hermann [Hreiðarsson, þjálfari ÍBV] virðist vera búinn að stilla þá vel saman í vetur. Eins og þeir líta út núna eru þeir mjög skarpir, virðast finna sig vel í sínum hlutverkum og svo virka þær örfáu viðbætur sem þeir hafa tekið inn spennandi.“ Baldur er spenntur fyrir nýju mönnunum hjá ÍBV, sérstaklega slóvenska miðjumanninum Filip Valencic. „Mig langar fyrst og fremst að nefna Filip Valencic. Maður er enn að meta hann en miðað við það sem maður hefur séð af honum virkar þetta gæðaleikmaður. Hann hefur flakkað vel á sínum ferli, er greinilega vanur ævintýrum og hefur spilað á töluvert hærra getustigi en á Íslandi. Ég held að þarna séu vísbendingar um góð kaup,“ sagði Baldur. „Ég held að þetta sé lykilmaðurinn í þessu liði ÍBV. Þú ert með Halldór Jón [Sigurð Þórðarson], Arnar Breka [Gunnarsson], Sverri Pál Hjaltested og Alex [Frey Hilmarsson] á miðjunni, stráka sem geta hlaupið gríðarlega en þegar þú ert kominn með svona hágæða leikmann til að spila þessa leikmenn uppi og halda boltanum aðeins held ég að þeir séu að búa til býsna spennandi blöndu.“ Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni er gegn Val mánudaginn 10. apríl.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira