Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Hefðu viljað sjá skatta­af­slátt eftir lang­varandi at­vinnu­leysi

Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins

Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræðan undan­farin ár vegið þyngst í við­horfs­breytingunni

Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri vildi ekki ræða á­hrif hags­muna­hópa

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi fjölmiðla

Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum.

Skoðun
Fréttamynd

Konur eiga betra skilið

Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til mennta­mála­ráð­herra: Fag­þekkingin liggur hjá okkur

„Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms.

Skoðun
Fréttamynd

Endurnýjun ekki til marks um óánægju með þingflokkinn

Mikil endurnýjun verður í þingflokki Vinstri Grænna í haust. Nýir oddvitar eru í öllum kjördæmum þar sem forval hefur farið fram og þingmönnum hefur ítrekað verið hafnað. Formaður Vinstri Grænna telur þetta ekki endurspegla óánægju.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um sóttvarnaaðgerðir í Víglínunni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna í baráttunni gegn covid 19 veirunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Þá takast þær Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Inga Sæland formaður Flokks fólksins á um ólík sjónarmið í baráttuni í þættinum.

Innlent
Fréttamynd

Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini.

Innlent
Fréttamynd

Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir.

Innlent
Fréttamynd

Þingfundi frestað enn einu sinni

Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt.

Innlent