Hættir fólk að vinna á spítalanum af því það kann ekki að lesa fjárlög? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 9. janúar 2023 12:30 Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson, og læknirinn sem sagði upp störfum vegna óboðlegra starfsaðstæðna á Landspítalanum er eitthvað að ruglast, kann ekki að lesa fjárlög. Stöldrum aðeins við þennan málflutning. Hefur útskriftarvandinn – það að tugir eldri borgara dúsi á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum búsetuúrræðum – ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta álagi af spítalanum. Landspítalinn á að vera hátækni- og háskólasjúkrahús – ekki risastórt hjúkrunarheimili, sem er hætt við að hann verði meðan nauðsynleg þjónusta við eldra fólk er vanfjármögnuð og uppbygging hjúkrunarheimila situr á hakanum. Hvað með mönnunarvandann, hefur sá vandi spítalans ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður og gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Það kostar peninga að halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Mönnunarvandinn er fjármögnunarvandi. Þetta veit fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk, sjáiði ekki veisluna? Árið 2007 voru sjúkrahúsrými í landinu samtals 1.283 talsins en árið 2020 voru þau orðin 1.039. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 56 þúsund, þjóðin hélt áfram að eldast og veldisvöxtur varð í komu ferðamanna til landsins. Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í staðá undanförum árum. Þar hefur rúmanýting verið um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Hvergi á Norðurlöndunum er jafn lágu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið til reksturs heilbrigðisþjónustu og á Íslandi. Eins og formaður Læknafélags Íslands bendir á verður að teljast „óhugsandi að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem stenst kröfur almennings fyrir svo lág framlög í landi sem er fámennt og strjálbýlt og þar af leiðandi óhagkvæm rekstrareining, auk þess að vera með eitt hæsta verðlag sem þekkist, sem svo sannarlega hefur áhrif á kostnað við aðföng og rekstur kerfisins hér“. En hvað ef Bjarni hefur rétt fyrir sér? En gott og vel. Segjum að fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér, að vandi Landspítalans – sem er samofinn vanda heilbrigðiskerfisins í heild – hafi raunverulega ekkert með peninga að gera og verði ekki leystur með því að veita auknu fé til heilbrigðismála. Hvað er Bjarni þá í raun og veru að segja eftir tíu ára setu í ríkisstjórn? Þá er ráðherra að viðurkenna mjög alvarlegan stjórnunar- og skipulagsvanda. Viðurkenna að síðustu ríkisstjórnir hafi brugðist í að tryggja skilvirka nýtingu fjármuna til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem virkar. Ef fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér vakna alvarlegar spurningar um embættisverk þeirra stjórnmálamanna sem farið hafa með yfirstjórn heilbrigðismála á undanförnum árum. En þá vakna líka spurningar um ábyrgð fjármálaráðherra sjálfs sem á að tryggja skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn samkvæmt lögum um opinber fjármál. Engin innri endurskoðun þrátt fyrir lagafyrirmæli Samkvæmt 65. gr. laga um opinber fjármál skal framkvæmd innri endurskoðun hjá ríkisaðilum til að tryggja að takmarkaðir fjármunir nýtist með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Hér er auðvitað mest í húfi þegar stórar ríkisstofnanir eiga í hlut, til að mynda Landspítalinn sem kostar um 90 milljarða á ári og er stærsti vinnustaður landsins, með 6 þúsund manns í vinnu. Það er með nokkrum ólíkindum að nú, þegar meira en sjö ár eru liðin frá gildistöku laga um opinber fjármál, hefur enn ekki verið komið á innri endurskoðun hjá Landspítalanum né öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins. Þannig er staðan þrátt fyrir síendurteknar pillur ráðherra um að skipulagningu og verkefnastjórnun í heilbrigðiskerfinu sé ábótavant. Hvernig stendur á því að innri endurskoðun hefur ekki verið komið á? Hver stendur í vegi fyrir því? Það er fjármálaráðherra sjálfur. Hann hefur ekki hirt um að setja reglugerðina sem er forsenda þess að innri endurskoðun geti farið fram hjá stærri ríkisaðilum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, reglugerð sem hann á að setja samkvæmt lögum. Talandi um að fara vel með ríkisfé! Er hagkvæmt að fjársvelta stofnunina sem semur við einkaaðila og kostnaðargreinir þjónustu? En líklega gegna fáar stofnanir eins mikilvægu hlutverki og Sjúkratryggingar Íslands þegar kemur að því að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna í okkar blandaða heilbrigðiskerfi. Sjúkratryggingar halda utan um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu, semja bæði við einkaaðila og opinbera aðila, kostnaðargreina og hafa eftirlit með framkvæmd samninga. Nú er stofnunin til að mynda að fylgja eftir innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar á Landspítalanum sem er lykilaðgerð til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna. Og hver er staðan hjá Sjúkratryggingum? Jú, forstjóri stofnunarinnar, María Heimisdóttir, var að segja upp störfum og vísar til þess að stofnunin sé of vanfjármögnuð til að geta sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru falin. Þetta segir meira en mörg orð um metnað ríkisstjórnarinnar til að tryggja skilvirka fjárstjórn í heilbrigðiskerfinu Fjármálalæsi lækna er ekki vandamálið Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður. Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög. Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Við verðum að gera betur. Við erum eitt ríkasta land í heimi og við getum það. En það kallar á gjörbreytta forgangsröðun í ríkisfjármálum, alvöru velferðarpólitík og hæfnina til að fylgja henni eftir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ástandið á Landspítalanum kemur peningum ekki við, segir Bjarni Benediktsson, og læknirinn sem sagði upp störfum vegna óboðlegra starfsaðstæðna á Landspítalanum er eitthvað að ruglast, kann ekki að lesa fjárlög. Stöldrum aðeins við þennan málflutning. Hefur útskriftarvandinn – það að tugir eldri borgara dúsi á spítalagöngum vegna skorts á hjúkrunarrýmum og öðrum búsetuúrræðum – ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu og heimahjúkrun svo hægt sé að létta álagi af spítalanum. Landspítalinn á að vera hátækni- og háskólasjúkrahús – ekki risastórt hjúkrunarheimili, sem er hætt við að hann verði meðan nauðsynleg þjónusta við eldra fólk er vanfjármögnuð og uppbygging hjúkrunarheimila situr á hakanum. Hvað með mönnunarvandann, hefur sá vandi spítalans ekkert með peninga að gera? Jú. Það kostar peninga að bæta starfsaðstæður og gera launakjör heilbrigðisstétta samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Það kostar peninga að halda í og laða fagmenntað fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Mönnunarvandinn er fjármögnunarvandi. Þetta veit fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk, sjáiði ekki veisluna? Árið 2007 voru sjúkrahúsrými í landinu samtals 1.283 talsins en árið 2020 voru þau orðin 1.039. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 56 þúsund, þjóðin hélt áfram að eldast og veldisvöxtur varð í komu ferðamanna til landsins. Raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda hafa svo gott sem staðið í staðá undanförum árum. Þar hefur rúmanýting verið um of yfir 100%, langt umfram það sem talið er ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Hvergi á Norðurlöndunum er jafn lágu hlutfalli vergrar landsframleiðslu varið til reksturs heilbrigðisþjónustu og á Íslandi. Eins og formaður Læknafélags Íslands bendir á verður að teljast „óhugsandi að hægt sé að reka heilbrigðisþjónustu sem stenst kröfur almennings fyrir svo lág framlög í landi sem er fámennt og strjálbýlt og þar af leiðandi óhagkvæm rekstrareining, auk þess að vera með eitt hæsta verðlag sem þekkist, sem svo sannarlega hefur áhrif á kostnað við aðföng og rekstur kerfisins hér“. En hvað ef Bjarni hefur rétt fyrir sér? En gott og vel. Segjum að fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér, að vandi Landspítalans – sem er samofinn vanda heilbrigðiskerfisins í heild – hafi raunverulega ekkert með peninga að gera og verði ekki leystur með því að veita auknu fé til heilbrigðismála. Hvað er Bjarni þá í raun og veru að segja eftir tíu ára setu í ríkisstjórn? Þá er ráðherra að viðurkenna mjög alvarlegan stjórnunar- og skipulagsvanda. Viðurkenna að síðustu ríkisstjórnir hafi brugðist í að tryggja skilvirka nýtingu fjármuna til að byggja upp heilbrigðiskerfi sem virkar. Ef fjármálaráðherra hefur rétt fyrir sér vakna alvarlegar spurningar um embættisverk þeirra stjórnmálamanna sem farið hafa með yfirstjórn heilbrigðismála á undanförnum árum. En þá vakna líka spurningar um ábyrgð fjármálaráðherra sjálfs sem á að tryggja skilvirka og hagkvæma opinbera fjárstjórn samkvæmt lögum um opinber fjármál. Engin innri endurskoðun þrátt fyrir lagafyrirmæli Samkvæmt 65. gr. laga um opinber fjármál skal framkvæmd innri endurskoðun hjá ríkisaðilum til að tryggja að takmarkaðir fjármunir nýtist með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Hér er auðvitað mest í húfi þegar stórar ríkisstofnanir eiga í hlut, til að mynda Landspítalinn sem kostar um 90 milljarða á ári og er stærsti vinnustaður landsins, með 6 þúsund manns í vinnu. Það er með nokkrum ólíkindum að nú, þegar meira en sjö ár eru liðin frá gildistöku laga um opinber fjármál, hefur enn ekki verið komið á innri endurskoðun hjá Landspítalanum né öðrum stofnunum heilbrigðiskerfisins. Þannig er staðan þrátt fyrir síendurteknar pillur ráðherra um að skipulagningu og verkefnastjórnun í heilbrigðiskerfinu sé ábótavant. Hvernig stendur á því að innri endurskoðun hefur ekki verið komið á? Hver stendur í vegi fyrir því? Það er fjármálaráðherra sjálfur. Hann hefur ekki hirt um að setja reglugerðina sem er forsenda þess að innri endurskoðun geti farið fram hjá stærri ríkisaðilum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum, reglugerð sem hann á að setja samkvæmt lögum. Talandi um að fara vel með ríkisfé! Er hagkvæmt að fjársvelta stofnunina sem semur við einkaaðila og kostnaðargreinir þjónustu? En líklega gegna fáar stofnanir eins mikilvægu hlutverki og Sjúkratryggingar Íslands þegar kemur að því að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna í okkar blandaða heilbrigðiskerfi. Sjúkratryggingar halda utan um kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu, semja bæði við einkaaðila og opinbera aðila, kostnaðargreina og hafa eftirlit með framkvæmd samninga. Nú er stofnunin til að mynda að fylgja eftir innleiðingu framleiðslutengdrar fjármögnunar á Landspítalanum sem er lykilaðgerð til að tryggja hagkvæma nýtingu fjármuna. Og hver er staðan hjá Sjúkratryggingum? Jú, forstjóri stofnunarinnar, María Heimisdóttir, var að segja upp störfum og vísar til þess að stofnunin sé of vanfjármögnuð til að geta sinnt almennilega þeim verkefnum sem henni eru falin. Þetta segir meira en mörg orð um metnað ríkisstjórnarinnar til að tryggja skilvirka fjárstjórn í heilbrigðiskerfinu Fjármálalæsi lækna er ekki vandamálið Nú hafa sex af níu sérfræðilæknum á bráðamóttöku sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga flúið óboðlegar starfsaðstæður. Og nei Bjarni, það er ekki vegna þess að fólkið kann ekki að lesa fjárlög. Það er vegna þess að flokkunum sem stjórna landinu hefur mistekist að hlúa að og byggja upp heilbrigðiskerfi sem stenst þær kröfur sem við gerum í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Við verðum að gera betur. Við erum eitt ríkasta land í heimi og við getum það. En það kallar á gjörbreytta forgangsröðun í ríkisfjármálum, alvöru velferðarpólitík og hæfnina til að fylgja henni eftir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun