„Ég vil verða forsætisráðherra og helst ekki fara með Sjálfstæðisflokknum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2023 15:12 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var nýliði við formannsborðið í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag. Vísir/Hulda Margrét „Ég á mánuð eftir,“ segir ófrísk Kristrún Frostadóttir sem gerir ráð fyrir að þurfa að vinna eitthvað í fæðingarorlofinu, enda gangi í raun ekki að vera formaður stjórnmálaflokks og vera frá í lengri tíma. „Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
„Ég ætla að fá varaþingmann núna í þrjá mánuði til að byrja með. Svo mun ég hafa seturétt á þinginu í vor þegar það eru þinglok,“ segir Kristrún sem á von á annarri stúlku. „Ég ætla að reyna að ná sex mánuðum með henni.“ Kristrún segir að það sé best að vera með eðlilegar væntingar til þess. „Þú ert ekkert látin alveg í friði þegar þú ert í svona stöðu þannig að ég ætla að reyna að vera eins „Zen“ og ég get.“ Langaði ekki að verða bankastjóri Sindri Sindrason hitti Kristrúnu á heimili hennar og eiginmannsins í Háaleitinu í Reykjavík og fékk að kynnast hinni hliðinni á henni. Hann spurði meðal annars út í æskuna, námsferilinn, framtíðarplönin, hjónabandið og af hverju hún endaði í stjórnmálum. „Það héldu allir að ég yrði læknir,“ segir Kristrún sem valdi að verða hagfræðingur. Móðir hennar var læknir og starfaði meðal annars í tvo áratugi á bráðamóttökunni. Eftir nám og starf erlendis byrjaði hún að vinna hjá Kviku banka hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða bankastjóri eða neitt svoleiðis. Ég var hagfræðingur í grunninn og er það og hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst félagslega hliðin á hagfræðinni alltaf mjög skemmtileg.“ Hún hafði ekki endilega hugsað sér að fara út í pólitík. „Ég áttaði mig ekki á því, fyrr en ég var hvött til að fara í framboð, að þetta væri mögulega vettvangur fyrir mig. Ég fór inn í þetta mjög fókuseruð á verkefnið. Ég vildi sjá ákveðna mynd í efnahagsmálum og velferðarmálum. Ég var ekkert endilega að hugsa um einhvern persónulegan pólitískan feril. “ Ísland í dag innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24 Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50 Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52 Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15. janúar 2023 19:24
Myndir og myndbönd: Kryddsíld á bak við tjöldin Kryddsíld Stöðvar 2 var á sínum stað á gamlársdag (útsendinguna má sjá í heild sinni hér að ofan) og að vanda var mikið lagt í allan undirbúning þáttarins. Á bak við tjöldin fer ýmislegt fjölbreytt fram á síðustu stundu enda að mörgu að huga. 5. janúar 2023 11:50
Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. 31. desember 2022 14:52
Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. 30. desember 2022 19:36