Íslandsbankasalan: Meirihlutinn felldi tillögu um lögfræðilegt álit Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2023 15:25 Tryggvi Gunnarsson fór yfir stjórnsýsluleg atriði varðandi hina umdeildu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skömmu fyrir síðustu þinglok. Fyrirliggjandi er að ýmislegt stendur enn útaf en engu að síður felldi meirihluti nefndarinnar tillögu minnihlutans um að óska eftir lögfræðilegri úttekt á því hvernig staðið var að málum. Það voru Sigmari Guðmundssyni nefndarmanni veruleg vonbrigði. vísir/alþingi/vilhelm Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, telur að kanna hefði þurft betur ýmislegt varðandi það hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar felldi tillögu minnihlutans um að fengið yrði lögfræðilegt álit. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið var að sölu fimmtungs hlutar í Íslandsbanka. Sigmar á sæti í nefndinni og hann taldi einsýnt eftir að hafa hlustað á sérfræðinga sem fengnir voru fyrir nefndina, ekki síst eftir að Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis fór yfir málið með nefndinni, að vert væri að fá lögfræðilega úttekt á málinu. Meirihlutinn hélt nú ekki og felldi þá tillögu. Tryggvi Gunnarsson er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um stjórnsýsluleg atriði. Sigmar segir algerlega fyrirliggjandi, ekki síst eftir að hafa hlustað á Tryggva fara yfir ýmis atriði í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðanda á lokuðum fundi nefndarinnar, að sú skýrsla væri alltof takmörkuð. Hún tæki alls ekki á öllum álitaefnum. Kemur á óvart að meirihlutinn vilji ekki skoða málið „Bara eins og við höfum alltaf sagt, ríkisendurskoðandi hafði alltof takmarkaðar heimildir. Þetta er of takmörkuð skoðun á því sem þarna var í gangi. Það þarf að skoða málið betur og við lögðum það til í nefndinni í gær að þetta yrði skoðað nánar. Að fengið yrði lögfræðiálit en það var fellt af meirihlutanum,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. Ekki er annað að heyra en Sigmari þyki meirihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi beitt minnihlutann ofríki, það að fella tillöguna gengur í berhögg við það sem fram kom í yfirferð Tryggva Gunnarssonar.vísir/vilhelm Fundurinn með Tryggva var haldinn skömmu áður en þingið fór í jólafrí og fór þannig að einhverju leyti milli skips og bryggju þingloka. Tryggvi lagði fram talpunkta sína og þá má finna í heild hér neðar. Sigmar segir vonbrigði hvernig þetta mál hefur þróast og hann viti í sjálfu sér ekki hvað taki við, hvort Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hafi hreinlega tekist að drepa málið með því að vísa því til ríkisendurskoðanda. Minnihlutinn lagði til í heitum umræðum á þingi að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á málinu. En krókur Bjarna á móti bragði var að fela ríkisendurskoðun athugun á málinu. „Við erum ekki búin að loka boðun fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En tillaga um lögfræðiálit var náttúrulega felld af meirihlutanum,“ segir Sigmar. Hann bætir því við að Tryggvi sé náttúrlega fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, maður sem allir treysti og álit hans ætti að vega þungt. „Það er ekki eins og menn séu að rembast við að velta við öllum steinum, eins og frasinn var,“ segir Sigmar. Ýmislegt sem lýtur að stjórnsýslu ekki nógu vel skoðað Sigmar segist jafnframt ekki vita, frekar en aðrir, hvað sé nákvæmlega rétt og hvað sé rangt í málinu. Hann vilji bara að þetta sé skoðað almennilega og honum finnst einkennilegt að tillagan hafi verið felld af meirihlutanum. „Það blasir við að allt sem lýtur að stjórnsýslunni í þessu er ekki nægjanlega vel skoðað. Og það snýst ekkert bara um bankasýsluna.“ Vísir ræddi við Tryggva í viðleitni til að fá frekari útskýringar á þeim sjónarmiðum sem hann setti fram. Hann segir að fundurinn hafi verið lokaður og hann bundinn trúnaði um hvað þar var sagt. Tryggvi segir að auki að hann leggi ekkert mat á það hver niðurstaða í málinu eigi að vera heldur hafi hann verið fenginn til að upplýsa nefndarmenn um hvaða reglur gildigildi um sölu á eignum ríkisins, þar með talin fjármálafyrirtæki. Fullyrða að reglur hafi ekki verið brotnar en skýrslan fjallar ekki um það Eins og fram kemur í talpunktum sem Tryggvi leggur fram til nefndarinnar er staða íslensks réttar hér önnur en í nágrannalöndum. Það er álitaefni. Grundvallarregluna er, þegar mál sem þessi eru rannsökuð, sé sú að stjórnsýslan hljóti að fara eftir lögum. Og þá vakni spurningin hvaða lög gilda um þessa hluti? Í athugasemdum með skýrslu ríkisendurskoðanda er tekið fram að með með skýrslu ríkisendurskoðanda að þar sé ekki ætlunin að fjalla um lagaleg atriði. Því verði athugasemdir fjármálaráðherra um að engin lög hafi verið brotin veigalítil, því það er ekki um það fjallað í skýrslunni. Tryggvi Gunnarsson. Hann fór ítarlega yfir stjórnsýslureglur sem gilda um sölu á eignum ríksins með stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd.vísir/stöð2 „Við mat Re á aðferðafræði til að fullnægja því efni og inntaki sem leiðir af þeim hugtökum sem koma fram í meginreglum við sölumeðferð í 3. gr. laga nr. 155/2012 um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðshöfum og jafnræði er í engu vikið að þeim almennu reglum stjórnsýsluréttarins um þessi atriði sem koma fram í stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. Af því leiðir að í skýrslunni er ekkert fjallað um hvort og þá hvernig þurfti við undirbúning (skipulagningu/reglusetningu) og framkvæmd sölunnar (ákvarðanatöku og val milli tilboða) að gæta að þessum almennu reglum stjórnsýsluréttarins. Sama um þýðingu EES-reglna,“ segir í talpuntum. Tryggi segir að setja verði fram einhverjar rannsóknarspurningar og hann hafi reynt að veita nefndarmönnum innsýn í hverjar þær gætu verið. En hann leggur á það áherslu að hann sé engan veginn að leggja til hver svör við slíkum spurningum eða hver þau geti verið. Það vanti þann þátt í málið. Liggur ekkert fyrir um hverjir teljist fagfjárfestar Á téðum fundi var einnig farið yfir hugtakið fagfjárfestir en í en í íslenskum lögum er ekki tiltekið nákvæmlega hver telst slíkur. Og þá reyni á grundvallarreglu um jafnræði. Hvort ekki hefði þurft að auglýsa og sjá hverjir kæmur í pottinn? Í talpunktum Tryggva segir svo um: „Hugtakið/mælikvarðinn góðir stjórnsýsluhættir er notað án þess að það sé rökstutt hvað leiði til þess að tiltekið atriði teljist „í samræmi við góða stjórnsýsluhætti“ og þá án þess að fjallað sé um þau lagaákvæði sem átt geta við um viðkomandi tilvik. Almennt: Lögin koma fyrst og ef þau taka ekki afstöðu getur reynt á vandaða (góða) stjórnsýsluhætti.“ Skiptir kannski engu máli að farið sé að reglum? Ljóst er eftir talpunkta Tryggva með stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd að þetta er vandmeðfarið ferli. Þessi aðferð við sölu á fjármálafyrirtækjum hafi vissulega verið notuð áður og menn borið saman við hvernig þetta hafi gengið fyrir sig á erlendum vettvangi. En ef menn vilji gera það þá þurfi að bera saman epli og epli. Það er ekki víst að sömu reglur gildi þar og hér. Gat ráðherra ákveðið að selja þetta en þurfti ekki að setja upp neinar leikreglur. „Mismunandi m.a. í norrænum stjórnsýslurétti í hvaða mæli þær reglur eru taldar eiga við þegar opinber aðili selur eign sem hefur samstöðu með sambærilegum eignum í einkaeign,“ segir til að mynda í talpunktum Tryggva. Í talpunktunum sem sjá má hér neðar í heild sinni fer Tryggvi yfir það hvers vegna það skipti máli að stjórnvöld fylgi reglum um undirbúning, málsmeðferð og ákvarðanatöku. Og setur í samhengi við pólitíska ábyrgð. Lokaorðin eru heldur meinleg: „Skiptir þetta kannski engu máli bara ef þetta hefur „reddast“ og niðurstaðan er t.d. fjárhagslega ásættanleg?“ Fréttin hefur verið uppfærð. Tryggvi Gunnarsson var fenginn fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fara yfir stjórnsýsluleg atriði, lög og reglur sem um sölu sem þessa gilda. Þetta er ekki minnisblað heldur talpunktar þar sem vitnað er í lagagreinar og dóma þar sem hliðstæðar spurningar eru undir. Tryggvi taldi eðlilegt að nefndarmenn gætu kynnt sér þetta sjálf vilji þau mynda sér upplýsta afstöðu en hann óttast að pólitíkin sé orðin of pólaríseruð til að vitræn umræða um þetta mál sé möguleg. Ljóst er að yfirferð Tryggva hefur verið ítarleg en talpunktar hans nema fimm þéttrituðum A4 blaðsíðum. ... Reglur um meðferð valds og ákvaðantöku við sölu á eignum ríkisins -Talpunktar Tryggva Gunnarssonar, lögfræðings, á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 14. desember 2022 - dreift á fundinum - 1. Stjórnsýsluleg staða aðila -ríkisstofnun/einkaaðili/hlutafélag - sem fer með forræði og ráðstöfun þeirrar eignar sem á selja -segir til um hvaða reglum um málsmeðferð og ákvarðanatöku aðilinn þarf að fylgja nema sérákvæði séu í lögum. • Fjármála- og efnahagsráðuneytið (fjármála- og efnhagsráðherra) og Bankasýsla ríkisins eru ríkistofnanir og hluti afstjórnsýslu ríkisins. • Engin ákvæði í lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eða lögum nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, um undanþágur frá reglum stjórnsýslulaga eða upplýsingalaga. Sjá til samanburðar t.d. 5. mgr. 2. gr. laga nr. 75/2009, um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, + Lindarhvoll ehf. 2. Sérstakar og almennar reglur um málsmeðferð og ákvarðanatöku við sölu á eignum ríkisins 2.1 Sérstakar reglur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum • Í lögum nr. 155/2012 eru sérstök ákvæði um ákvörðun um sölumeðferð, meginreglur við sölumeðferð og sölumeðferð eignarhluta. Þessum reglum þarf að fylgja og að því marki sem þessar reglur eru strangari en þær almennu lagareglur sem eiga við um sömu atriði hafa þær forgang. • Við útfærslu á þessum sérstöku reglum þarf að gæta þess að útfærslan sé í samræmi við almennu reglurnar að því marki sem þær eiga við, svo sem um gagnsæi, hlutlægni, hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðsgjöfum og jafnræði. 2.2 Reglur stjórnsýsluréttarins gilda við ráðstöfun á eignum ríkisins • Dómur Hæstaréttar 23. mars 2000 í máli nr. 407/1999: „Þegar stjórnvald ráðstafar eignum ríkisins gilda um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar. Um kaupsamninginn annars gilda almennar reglur um fasteignakaup eftir því sem við getur átt.“ • Andsvar Hæstaréttar við málflutningi um að ríkið sem eigandi væri í sömu stöðu og einkaaðili við ráðstöfun á eign ríkisins. 2.3 Almennar reglur stjórnsýsluréttar um málsmeðferð og ákvarðanatöku við sölu eigna ríkisins • Stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012 að því marki sem ákvörðun (málsmeðferð) fellur undir gildissvið laganna (stjórnvaldsákvörðun). Sjá til fróðleiks skýrslu frá febr. 2012: „Sala ríkisins á eignarhlutum í fyrirtækjum ...“, bls. 2, 8, 9, 30 - 31. • Óskráðar grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins • Vandaðir stjórnsýsluhættir • Siðareglur 2.4 Aðrar almennar reglur um meðferð mála og ákvarðanatöku sem reynt getur á við sölu ríkisins á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum • Almenn ákvæði laga og reglna um viðskipti með hlutabréf og eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og um markaði fyrir fjármálagerninga • EES-skuldbindingar - þ.m.t. ríkisstyrkjareglur 2.5 Á hvaða lagagrundvelli hafa dómstólar leyst úr ágreiningi um sölu á hlutabréfum í eigu ríkisins? • Dómur Héraðsdóms 3. júní 1994 um sölu á hlutabréfum í SR-mjöli. • Dómur Hæstaréttar 8. maí 2008 í máli nr. 379/2007 vegna sölu hlutabréfa í Íslenskum aðalverktökum hf. • Tekist á um hvort hæfisreglum af hálfu þeirra sem komu að sölunni fyrir ríkið (m.a. ráðherra) hefði verið fylgt - Sama um jafnræði gagnvart kaupendum. Leyst úr þessum atriðum o. fl. með vísan til einstakra ákvæða stjórnsýslulaga og óskráðra grundvallarreglna (meginreglna) stjórnsýsluréttarins. ÍAV dómurinn sýnir líka hvernig sérreglum laga um verðbréfaviðskipti s.s. um innhverjaupplýsingar geta „tæmt sök“ þannig að ekki þurfi að beita stjórnsýslureglum. • Sjá einnig Hrd. 151/2010: Sveitarfélag ráðstafar eignarlandi til leigu gegn greiðslu gjalda og söluverðs byggingarréttar. Í þessu „fólst því í senn stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gerningur á sviði einkaréttar. Við úrlausn málsins hefur þetta tvíþætta eðli úthlutunarinnar þó aðeins takmarkað gildi, þar sem stefndi (sveitarfélagið) var einnig bundinn afmeginreglum stjórnsýsluréttar, svo sem jafnræðisreglu og kröfum um málefnalegar ástæður gerða sinna, við ráðstöfun einkaréttarlegra réttinda.“ 3. Samanburður við notkun söluaðferða og málsmeðferð við sölu eigna ríkja (í fjármálafyrirtækjum) erlendis. • Hver er staða þess aðila sem fer með söluheimildina? - Ríkisstofnun/einkaréttarlegur aðili (hlutafélag) • Geta verið sérákvæði um hvaða reglum eigi að fylgja og þá líka um undanþágur frá stjórnsýslulögum og öðrum réttaröryggisreglum stjórnsýsluréttarins, sjá t.d. danska Finansiel Stabilitet. • Mismunandi m.a. í norrænum stjórnsýslurétti í hvaða mæli þær reglur eru taldar eiga við þegar opinber aðili selur eign sem hefur samstöðu með sambærilegum eignum í einkaeign. • Það eitt að tiltekin aðferð t.d. tilboðssala hafi verið notuð erlendis hefur takmarkaða þýðingu við samanburð hér nema ljóst sé að þar hafi þurft að fylgja hliðstæðum reglum og gilda hér á landi um málsmeðferð og ákvarðanatöku (stjórnsýslulögum og meginreglum) auk hliðstæðra reglna og gilda að EES-rétti, og það hafi verið gert, þ.m.t. við útfærslu tilboðssöfnunar og töku tilboða. 4. Hvar var lærdómur afsögu um fyrri sölur eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum? - Hefur ekki viðkvæði stjórnmálamanna verið að það þurfi að læra af fyrri mistökum? 5. Til hvaða reglna um málsmeðferð og ákvarðanatöku tók úttekt Re á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022, sbr. skýrslu til Alþingis í nóvember 2022? • Beiðni fjármála- og efnahagsráðherra (7. 4. 2022): Ríkisendurskoðun kanni og leggi mat á hvort salan „... hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.“ • Tilkynning ríkisendurskoðanda um að farið verði í úttektina (8. 4. 2022): Orðið við beiðni ráðherra en „áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar hefur ekki farið fram en hún mun verða endurskoðuð eftir því sem úttektinni vindur fram.“ • Afmörkun ríkisendurskoðanda í upphafi skýrslu (14. 11. 2022): Leitast við að leggja mat á framkvæmdina og svara eftirfarandi spurningum: 1) Hvernig samræmdist framkvæmd sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 ákvæðum laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins? 2) Var framkvæmd sölunnar í samræmi við tillögu og minnisblað Bankasýslu ríkisins um sölumeðferð á eftirstæðum eignarhlut í Íslandsbanka og greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins í bankanum? 3) Hvernig voru endanlegt söluverð og stærð eignarhlutarins sem var seldur ákveðin? 4) Hvernig var staðið að úthlutun hlutabréfa til fjárfesta í söluferlinu? • Úr skýrslu Re: „Með lögunum er embættinu falið að hafa eftirlit með fjárhagslegum hagsmunum ríkisins í umboði Alþingis. Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum. • Úr skýrslu Re: Úttektinni er ætlað að varpa ljósi á undirbúning og framkvæmd sölu eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka og einna helst þá atburðarás sem átti sér stað á söludegi, 22. mars 2022. Hún tekur þannig til þess hvernig staðið var að sölu umrædds eignarhluta út frá lögum, skilgreindum markmiðum með sölunni og sjónarmiðum um góða stjórnsýsluhætti. • Úr lögum um ríkisendurskoðanda nr. 46/2016: Stjórnsýsluendurskoðun, 6. gr. ... Við mat á frammistöðu skal meðal annars líta til þess hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, þá löggjöfsem gilda um hana og góða og viðurkennda starfshætti. • Felur úttekt Re í sér að stofnunin hafi kannað og lagt mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum? • Í samræmi við afmörkun Re í upphafi skýrslunnar er bara fjallað málsmeðferð og ákvarðanatöku m.t.t. laga nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, og laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, auk þess sem fjallað er um ákvæði laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, um fagfjárfesta og reglur EES-réttar um það efni. • Orðin: stjórnsýslulög, upplýsingalög, meginreglur /óskráðar grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins, málefnaleg sjónarmið, jafnræðisregla, sérstakt hæfi - eða 3 önnur hugtök sem koma fyrir í stjórnsýslurétti - er ekki að fmna í meginefni skýrslunnar. • Úr viðbrögðum fjármála- og efnhagsráðuneytisins, birt á bls. 20 í skýrslu Re: „Ekki verður annað séð af umfjöllun skýrslunnar en að sá þáttur sölumeðferðarinnar sem var á ábyrgð ráðherra hafi samræmst lögum og meginreglum stjórnsýsluréttar.“ • Vegna þessa er vakin athygli á því að í skýrslunni er ekkert fjallað um: a) Hvort og þá í hvaða mæli það leiddi afjafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, ákvæðum laga nr. 155/2012 eða EES-reglum um að tilboðsgjafar nytu jafnræðis, að ráðherra þyrfti þegar ákvörðun um að fara tilboðsleiðina lá fyrir að gefa með opinberri auglýsingu þeim sem kynnu að hafa áhuga á því að koma til greina sem kaupendur og uppfylltu nánari skilyrði þar um kost á að sækja um og fá skráningu áður en tilboðssöfnun fór fram. b) Þá lagalegu stöðu að ráðherra valdi þrátt fyrir orðalag laganna um að hann skuli undirrita samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhluta, og studdist þar væntanlega við ummæli í athugasemdum við lagafrumvarpið, að fallast á tillögu Bankasýslunnar og veita stofnuninni „umboð“ til að ljúka sölumeðferðinni í samræmi við tillöguna. Tillagan hljóðaði um að forstjóri stofnunarinnar fengi umboð til þess að undirrita fyrir hönd ríkisins viðeigandi viðauka í sölusamningi og gefa fyrirmæli um framsal hluta við uppgjör viðskiptanna. Í bréfi um tillöguna var í sex liðum lýst þeim atriðum sem Bankasýslan lagði til að einkum yrðu höfð að leiðarljósi við úthlutun til bjóðenda. c) Almennt um heimild ráðherra til að framselja í formi umboðs til Bankasýslunnar „að ljúka sölumeðferð í samræmi“ við tillöguna. Gat það að ráðherra veitti umboð með þessum hætti breytt því ráðherra var fyrir hönd ríkissjóðs áfram seljandi hlutabréfanna og viðtakandi (ríkissjóður) á kaupverði þeirra? Hvernig var gætt að því að það fyrirkomulag sem valið var að þessu leyti uppfyllti þær kröfur sem leiddu afreglum 3. gr., sbr. einnig 2. málslið 2. mgr. 1. gr., stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um sérstakt hæfi ráðherra? d) Hvort og hvernig var með reglum eða fyrirfram fyrirkomulagi gætt að sérstöku hæfi þeirra sem komu að undirbúningi og ákvarðanatöku um söluna í samræmi við hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. e) Þegar ráðherra samþykkti að veita umbeðið umboð til að ljúka sölumeðferð hlutabréfanna hafði ekki verið tekin endanleg ákvörðun um sölu til einstakra tilboðsgjafa, þ.e. hversu miklu þeir fengju úthlutað. Samkvæmt bréfi Bankasýslunnar til ráðherra átti sá sem fékk umboðið til að taka þær ákvarðanir „einkum“ að hafa að leiðarljósi tiltekin sex atriði. Álitaefnið er því hvernig það samrýmist þeim reglum sem leiddu aflögum nr. 155/2012 og meginreglum stjórnsýsluréttarins, mögulega einnig EES-reglum, þ.m.t. um jafnræði, málefnaleg sjónarmið að baki ákvörðun og efni rökstuðnings, að ráðherra léti það í hendur starfsmanna Bankasýslunnar (mögulega söluráðgjafa og fjármálaráðgjafa hennar) að taka endanlegar ákvarðanir um úthlutanir til hvers tilboðsgjafa án þess að áður hefðu verið settar og birtar reglur/viðmiðanir um hvernig beita átti þeim atriðum sem Bankasýslan hafði lagt til að réðu við ákvarðanatökuna, vægi þeirra og innbyrðis mat og um skráningu upplýsinga um hvað réði einstökum ákvörðunum. • Hugtakið/mælikvarðinn góðirstjórnsýsluhættir er notað án þess að það sé rökstutt hvað leiði til þess að tiltekið atriði teljist „í samræmi við góða stjórnsýsluhætti“ og þá án þess að fjallað sé um þau lagaákvæði sem átt geta við um viðkomandi tilvik. Almennt: Lögin koma fyrst og ef þau taka ekki afstöðu getur reynt á vandaða (góða) stjórnsýsluhætti. • Við mat Re á aðferðafræði til að fullnægja því efni og inntaki sem leiðir af þeim hugtökum sem koma fram í meginreglum við sölumeðferð í 3. gr. laga nr. 155/2012 um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðshöfum og jafnræði er í engu vikið að þeim almennu reglum stjórnsýsluréttarins um þessi atriði sem koma fram í stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. Af því leiðir að í skýrslunni er ekkert fjallað um hvort og þá hvernig þurfti við undirbúning (skipulagningu/reglusetningu) og framkvæmd sölunnar (ákvarðanatöku og val milli tilboða) að gæta að þessum almennu reglum stjórnsýsluréttarins. Sama um þýðingu EES-reglna. • Í skýrslu Re er fundið að því að skort hafi á skráningu og skjalfestingu t.d. viðmiða og hvernig ætti að beita þeim sem og á hverju niðurstaða um úthlutun var reist til að tryggja sönnur. Það er talið að slíkt hefði verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Ekki er vikið að því í skýrslunni hvort þarna hafi í einhverjum tilvikum verið um að ræða stjórnvaldsákvarðanir og þar með hvort skráningarskylda samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi átt við eða eftir atvikum regla 2. mgr. sömu lagagreinar. 6. Hvers vegna skiptir máli að stjórnvöld fylgi reglum um undirbúning, málsmeðferð og ákvarðanatöku? • Form- og efnisreglur um málsmeðferð og ákvarðanatöku fela í sér fyrirmæli löggjafans í umboði almennings (og dómstóla) um hvernig handhafar opinbers valds eiga og megi haga meðferð þessa valds. Almenningur (líka þingmenn og sveitarstjórnarmenn sem eru í minnihluta) eiga að geta gengið út frá því að ráðamenn fylgi réttum reglum - Viðbrögð við frávikum er sjálfstætt úrlausnarefni • Lagaleg ábyrgð - var lögum fylgt - Viðfangsefni eftirlitsaðila og dómstóla • Pólitísk ábyrgð -fjölbreytt flóra - ákvarðanir og athafnir hafa ekki verið í samræmi við lög og viðmiðanir (siðareglur) eða meðferð valds og athafnir sem byggjast á pólitísku mati og stöðu samrýmast ekki því sem almenningur, að minnsta kosti hluti hans, telur rétt - oft óháð formlegri niðurstöðu eftirlitsaðila eða dómstóla - Viðbrögðin í höndum stjórnmálaflokka og kjósenda • Skiptir þetta kannski engu máli bara efþetta hefur „reddast“ og niðurstaðan er t.d. fjárhagslega ásættanleg? Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið var að sölu fimmtungs hlutar í Íslandsbanka. Sigmar á sæti í nefndinni og hann taldi einsýnt eftir að hafa hlustað á sérfræðinga sem fengnir voru fyrir nefndina, ekki síst eftir að Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis fór yfir málið með nefndinni, að vert væri að fá lögfræðilega úttekt á málinu. Meirihlutinn hélt nú ekki og felldi þá tillögu. Tryggvi Gunnarsson er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um stjórnsýsluleg atriði. Sigmar segir algerlega fyrirliggjandi, ekki síst eftir að hafa hlustað á Tryggva fara yfir ýmis atriði í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðanda á lokuðum fundi nefndarinnar, að sú skýrsla væri alltof takmörkuð. Hún tæki alls ekki á öllum álitaefnum. Kemur á óvart að meirihlutinn vilji ekki skoða málið „Bara eins og við höfum alltaf sagt, ríkisendurskoðandi hafði alltof takmarkaðar heimildir. Þetta er of takmörkuð skoðun á því sem þarna var í gangi. Það þarf að skoða málið betur og við lögðum það til í nefndinni í gær að þetta yrði skoðað nánar. Að fengið yrði lögfræðiálit en það var fellt af meirihlutanum,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. Ekki er annað að heyra en Sigmari þyki meirihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi beitt minnihlutann ofríki, það að fella tillöguna gengur í berhögg við það sem fram kom í yfirferð Tryggva Gunnarssonar.vísir/vilhelm Fundurinn með Tryggva var haldinn skömmu áður en þingið fór í jólafrí og fór þannig að einhverju leyti milli skips og bryggju þingloka. Tryggvi lagði fram talpunkta sína og þá má finna í heild hér neðar. Sigmar segir vonbrigði hvernig þetta mál hefur þróast og hann viti í sjálfu sér ekki hvað taki við, hvort Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hafi hreinlega tekist að drepa málið með því að vísa því til ríkisendurskoðanda. Minnihlutinn lagði til í heitum umræðum á þingi að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á málinu. En krókur Bjarna á móti bragði var að fela ríkisendurskoðun athugun á málinu. „Við erum ekki búin að loka boðun fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En tillaga um lögfræðiálit var náttúrulega felld af meirihlutanum,“ segir Sigmar. Hann bætir því við að Tryggvi sé náttúrlega fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, maður sem allir treysti og álit hans ætti að vega þungt. „Það er ekki eins og menn séu að rembast við að velta við öllum steinum, eins og frasinn var,“ segir Sigmar. Ýmislegt sem lýtur að stjórnsýslu ekki nógu vel skoðað Sigmar segist jafnframt ekki vita, frekar en aðrir, hvað sé nákvæmlega rétt og hvað sé rangt í málinu. Hann vilji bara að þetta sé skoðað almennilega og honum finnst einkennilegt að tillagan hafi verið felld af meirihlutanum. „Það blasir við að allt sem lýtur að stjórnsýslunni í þessu er ekki nægjanlega vel skoðað. Og það snýst ekkert bara um bankasýsluna.“ Vísir ræddi við Tryggva í viðleitni til að fá frekari útskýringar á þeim sjónarmiðum sem hann setti fram. Hann segir að fundurinn hafi verið lokaður og hann bundinn trúnaði um hvað þar var sagt. Tryggvi segir að auki að hann leggi ekkert mat á það hver niðurstaða í málinu eigi að vera heldur hafi hann verið fenginn til að upplýsa nefndarmenn um hvaða reglur gildigildi um sölu á eignum ríkisins, þar með talin fjármálafyrirtæki. Fullyrða að reglur hafi ekki verið brotnar en skýrslan fjallar ekki um það Eins og fram kemur í talpunktum sem Tryggvi leggur fram til nefndarinnar er staða íslensks réttar hér önnur en í nágrannalöndum. Það er álitaefni. Grundvallarregluna er, þegar mál sem þessi eru rannsökuð, sé sú að stjórnsýslan hljóti að fara eftir lögum. Og þá vakni spurningin hvaða lög gilda um þessa hluti? Í athugasemdum með skýrslu ríkisendurskoðanda er tekið fram að með með skýrslu ríkisendurskoðanda að þar sé ekki ætlunin að fjalla um lagaleg atriði. Því verði athugasemdir fjármálaráðherra um að engin lög hafi verið brotin veigalítil, því það er ekki um það fjallað í skýrslunni. Tryggvi Gunnarsson. Hann fór ítarlega yfir stjórnsýslureglur sem gilda um sölu á eignum ríksins með stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd.vísir/stöð2 „Við mat Re á aðferðafræði til að fullnægja því efni og inntaki sem leiðir af þeim hugtökum sem koma fram í meginreglum við sölumeðferð í 3. gr. laga nr. 155/2012 um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðshöfum og jafnræði er í engu vikið að þeim almennu reglum stjórnsýsluréttarins um þessi atriði sem koma fram í stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. Af því leiðir að í skýrslunni er ekkert fjallað um hvort og þá hvernig þurfti við undirbúning (skipulagningu/reglusetningu) og framkvæmd sölunnar (ákvarðanatöku og val milli tilboða) að gæta að þessum almennu reglum stjórnsýsluréttarins. Sama um þýðingu EES-reglna,“ segir í talpuntum. Tryggi segir að setja verði fram einhverjar rannsóknarspurningar og hann hafi reynt að veita nefndarmönnum innsýn í hverjar þær gætu verið. En hann leggur á það áherslu að hann sé engan veginn að leggja til hver svör við slíkum spurningum eða hver þau geti verið. Það vanti þann þátt í málið. Liggur ekkert fyrir um hverjir teljist fagfjárfestar Á téðum fundi var einnig farið yfir hugtakið fagfjárfestir en í en í íslenskum lögum er ekki tiltekið nákvæmlega hver telst slíkur. Og þá reyni á grundvallarreglu um jafnræði. Hvort ekki hefði þurft að auglýsa og sjá hverjir kæmur í pottinn? Í talpunktum Tryggva segir svo um: „Hugtakið/mælikvarðinn góðir stjórnsýsluhættir er notað án þess að það sé rökstutt hvað leiði til þess að tiltekið atriði teljist „í samræmi við góða stjórnsýsluhætti“ og þá án þess að fjallað sé um þau lagaákvæði sem átt geta við um viðkomandi tilvik. Almennt: Lögin koma fyrst og ef þau taka ekki afstöðu getur reynt á vandaða (góða) stjórnsýsluhætti.“ Skiptir kannski engu máli að farið sé að reglum? Ljóst er eftir talpunkta Tryggva með stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd að þetta er vandmeðfarið ferli. Þessi aðferð við sölu á fjármálafyrirtækjum hafi vissulega verið notuð áður og menn borið saman við hvernig þetta hafi gengið fyrir sig á erlendum vettvangi. En ef menn vilji gera það þá þurfi að bera saman epli og epli. Það er ekki víst að sömu reglur gildi þar og hér. Gat ráðherra ákveðið að selja þetta en þurfti ekki að setja upp neinar leikreglur. „Mismunandi m.a. í norrænum stjórnsýslurétti í hvaða mæli þær reglur eru taldar eiga við þegar opinber aðili selur eign sem hefur samstöðu með sambærilegum eignum í einkaeign,“ segir til að mynda í talpunktum Tryggva. Í talpunktunum sem sjá má hér neðar í heild sinni fer Tryggvi yfir það hvers vegna það skipti máli að stjórnvöld fylgi reglum um undirbúning, málsmeðferð og ákvarðanatöku. Og setur í samhengi við pólitíska ábyrgð. Lokaorðin eru heldur meinleg: „Skiptir þetta kannski engu máli bara ef þetta hefur „reddast“ og niðurstaðan er t.d. fjárhagslega ásættanleg?“ Fréttin hefur verið uppfærð. Tryggvi Gunnarsson var fenginn fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fara yfir stjórnsýsluleg atriði, lög og reglur sem um sölu sem þessa gilda. Þetta er ekki minnisblað heldur talpunktar þar sem vitnað er í lagagreinar og dóma þar sem hliðstæðar spurningar eru undir. Tryggvi taldi eðlilegt að nefndarmenn gætu kynnt sér þetta sjálf vilji þau mynda sér upplýsta afstöðu en hann óttast að pólitíkin sé orðin of pólaríseruð til að vitræn umræða um þetta mál sé möguleg. Ljóst er að yfirferð Tryggva hefur verið ítarleg en talpunktar hans nema fimm þéttrituðum A4 blaðsíðum. ... Reglur um meðferð valds og ákvaðantöku við sölu á eignum ríkisins -Talpunktar Tryggva Gunnarssonar, lögfræðings, á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 14. desember 2022 - dreift á fundinum - 1. Stjórnsýsluleg staða aðila -ríkisstofnun/einkaaðili/hlutafélag - sem fer með forræði og ráðstöfun þeirrar eignar sem á selja -segir til um hvaða reglum um málsmeðferð og ákvarðanatöku aðilinn þarf að fylgja nema sérákvæði séu í lögum. • Fjármála- og efnahagsráðuneytið (fjármála- og efnhagsráðherra) og Bankasýsla ríkisins eru ríkistofnanir og hluti afstjórnsýslu ríkisins. • Engin ákvæði í lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eða lögum nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, um undanþágur frá reglum stjórnsýslulaga eða upplýsingalaga. Sjá til samanburðar t.d. 5. mgr. 2. gr. laga nr. 75/2009, um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, + Lindarhvoll ehf. 2. Sérstakar og almennar reglur um málsmeðferð og ákvarðanatöku við sölu á eignum ríkisins 2.1 Sérstakar reglur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum • Í lögum nr. 155/2012 eru sérstök ákvæði um ákvörðun um sölumeðferð, meginreglur við sölumeðferð og sölumeðferð eignarhluta. Þessum reglum þarf að fylgja og að því marki sem þessar reglur eru strangari en þær almennu lagareglur sem eiga við um sömu atriði hafa þær forgang. • Við útfærslu á þessum sérstöku reglum þarf að gæta þess að útfærslan sé í samræmi við almennu reglurnar að því marki sem þær eiga við, svo sem um gagnsæi, hlutlægni, hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðsgjöfum og jafnræði. 2.2 Reglur stjórnsýsluréttarins gilda við ráðstöfun á eignum ríkisins • Dómur Hæstaréttar 23. mars 2000 í máli nr. 407/1999: „Þegar stjórnvald ráðstafar eignum ríkisins gilda um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar. Um kaupsamninginn annars gilda almennar reglur um fasteignakaup eftir því sem við getur átt.“ • Andsvar Hæstaréttar við málflutningi um að ríkið sem eigandi væri í sömu stöðu og einkaaðili við ráðstöfun á eign ríkisins. 2.3 Almennar reglur stjórnsýsluréttar um málsmeðferð og ákvarðanatöku við sölu eigna ríkisins • Stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012 að því marki sem ákvörðun (málsmeðferð) fellur undir gildissvið laganna (stjórnvaldsákvörðun). Sjá til fróðleiks skýrslu frá febr. 2012: „Sala ríkisins á eignarhlutum í fyrirtækjum ...“, bls. 2, 8, 9, 30 - 31. • Óskráðar grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins • Vandaðir stjórnsýsluhættir • Siðareglur 2.4 Aðrar almennar reglur um meðferð mála og ákvarðanatöku sem reynt getur á við sölu ríkisins á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum • Almenn ákvæði laga og reglna um viðskipti með hlutabréf og eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og um markaði fyrir fjármálagerninga • EES-skuldbindingar - þ.m.t. ríkisstyrkjareglur 2.5 Á hvaða lagagrundvelli hafa dómstólar leyst úr ágreiningi um sölu á hlutabréfum í eigu ríkisins? • Dómur Héraðsdóms 3. júní 1994 um sölu á hlutabréfum í SR-mjöli. • Dómur Hæstaréttar 8. maí 2008 í máli nr. 379/2007 vegna sölu hlutabréfa í Íslenskum aðalverktökum hf. • Tekist á um hvort hæfisreglum af hálfu þeirra sem komu að sölunni fyrir ríkið (m.a. ráðherra) hefði verið fylgt - Sama um jafnræði gagnvart kaupendum. Leyst úr þessum atriðum o. fl. með vísan til einstakra ákvæða stjórnsýslulaga og óskráðra grundvallarreglna (meginreglna) stjórnsýsluréttarins. ÍAV dómurinn sýnir líka hvernig sérreglum laga um verðbréfaviðskipti s.s. um innhverjaupplýsingar geta „tæmt sök“ þannig að ekki þurfi að beita stjórnsýslureglum. • Sjá einnig Hrd. 151/2010: Sveitarfélag ráðstafar eignarlandi til leigu gegn greiðslu gjalda og söluverðs byggingarréttar. Í þessu „fólst því í senn stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gerningur á sviði einkaréttar. Við úrlausn málsins hefur þetta tvíþætta eðli úthlutunarinnar þó aðeins takmarkað gildi, þar sem stefndi (sveitarfélagið) var einnig bundinn afmeginreglum stjórnsýsluréttar, svo sem jafnræðisreglu og kröfum um málefnalegar ástæður gerða sinna, við ráðstöfun einkaréttarlegra réttinda.“ 3. Samanburður við notkun söluaðferða og málsmeðferð við sölu eigna ríkja (í fjármálafyrirtækjum) erlendis. • Hver er staða þess aðila sem fer með söluheimildina? - Ríkisstofnun/einkaréttarlegur aðili (hlutafélag) • Geta verið sérákvæði um hvaða reglum eigi að fylgja og þá líka um undanþágur frá stjórnsýslulögum og öðrum réttaröryggisreglum stjórnsýsluréttarins, sjá t.d. danska Finansiel Stabilitet. • Mismunandi m.a. í norrænum stjórnsýslurétti í hvaða mæli þær reglur eru taldar eiga við þegar opinber aðili selur eign sem hefur samstöðu með sambærilegum eignum í einkaeign. • Það eitt að tiltekin aðferð t.d. tilboðssala hafi verið notuð erlendis hefur takmarkaða þýðingu við samanburð hér nema ljóst sé að þar hafi þurft að fylgja hliðstæðum reglum og gilda hér á landi um málsmeðferð og ákvarðanatöku (stjórnsýslulögum og meginreglum) auk hliðstæðra reglna og gilda að EES-rétti, og það hafi verið gert, þ.m.t. við útfærslu tilboðssöfnunar og töku tilboða. 4. Hvar var lærdómur afsögu um fyrri sölur eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum? - Hefur ekki viðkvæði stjórnmálamanna verið að það þurfi að læra af fyrri mistökum? 5. Til hvaða reglna um málsmeðferð og ákvarðanatöku tók úttekt Re á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022, sbr. skýrslu til Alþingis í nóvember 2022? • Beiðni fjármála- og efnahagsráðherra (7. 4. 2022): Ríkisendurskoðun kanni og leggi mat á hvort salan „... hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.“ • Tilkynning ríkisendurskoðanda um að farið verði í úttektina (8. 4. 2022): Orðið við beiðni ráðherra en „áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar hefur ekki farið fram en hún mun verða endurskoðuð eftir því sem úttektinni vindur fram.“ • Afmörkun ríkisendurskoðanda í upphafi skýrslu (14. 11. 2022): Leitast við að leggja mat á framkvæmdina og svara eftirfarandi spurningum: 1) Hvernig samræmdist framkvæmd sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 ákvæðum laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins? 2) Var framkvæmd sölunnar í samræmi við tillögu og minnisblað Bankasýslu ríkisins um sölumeðferð á eftirstæðum eignarhlut í Íslandsbanka og greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins í bankanum? 3) Hvernig voru endanlegt söluverð og stærð eignarhlutarins sem var seldur ákveðin? 4) Hvernig var staðið að úthlutun hlutabréfa til fjárfesta í söluferlinu? • Úr skýrslu Re: „Með lögunum er embættinu falið að hafa eftirlit með fjárhagslegum hagsmunum ríkisins í umboði Alþingis. Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum. • Úr skýrslu Re: Úttektinni er ætlað að varpa ljósi á undirbúning og framkvæmd sölu eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka og einna helst þá atburðarás sem átti sér stað á söludegi, 22. mars 2022. Hún tekur þannig til þess hvernig staðið var að sölu umrædds eignarhluta út frá lögum, skilgreindum markmiðum með sölunni og sjónarmiðum um góða stjórnsýsluhætti. • Úr lögum um ríkisendurskoðanda nr. 46/2016: Stjórnsýsluendurskoðun, 6. gr. ... Við mat á frammistöðu skal meðal annars líta til þess hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, þá löggjöfsem gilda um hana og góða og viðurkennda starfshætti. • Felur úttekt Re í sér að stofnunin hafi kannað og lagt mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum? • Í samræmi við afmörkun Re í upphafi skýrslunnar er bara fjallað málsmeðferð og ákvarðanatöku m.t.t. laga nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, og laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, auk þess sem fjallað er um ákvæði laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, um fagfjárfesta og reglur EES-réttar um það efni. • Orðin: stjórnsýslulög, upplýsingalög, meginreglur /óskráðar grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins, málefnaleg sjónarmið, jafnræðisregla, sérstakt hæfi - eða 3 önnur hugtök sem koma fyrir í stjórnsýslurétti - er ekki að fmna í meginefni skýrslunnar. • Úr viðbrögðum fjármála- og efnhagsráðuneytisins, birt á bls. 20 í skýrslu Re: „Ekki verður annað séð af umfjöllun skýrslunnar en að sá þáttur sölumeðferðarinnar sem var á ábyrgð ráðherra hafi samræmst lögum og meginreglum stjórnsýsluréttar.“ • Vegna þessa er vakin athygli á því að í skýrslunni er ekkert fjallað um: a) Hvort og þá í hvaða mæli það leiddi afjafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, ákvæðum laga nr. 155/2012 eða EES-reglum um að tilboðsgjafar nytu jafnræðis, að ráðherra þyrfti þegar ákvörðun um að fara tilboðsleiðina lá fyrir að gefa með opinberri auglýsingu þeim sem kynnu að hafa áhuga á því að koma til greina sem kaupendur og uppfylltu nánari skilyrði þar um kost á að sækja um og fá skráningu áður en tilboðssöfnun fór fram. b) Þá lagalegu stöðu að ráðherra valdi þrátt fyrir orðalag laganna um að hann skuli undirrita samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhluta, og studdist þar væntanlega við ummæli í athugasemdum við lagafrumvarpið, að fallast á tillögu Bankasýslunnar og veita stofnuninni „umboð“ til að ljúka sölumeðferðinni í samræmi við tillöguna. Tillagan hljóðaði um að forstjóri stofnunarinnar fengi umboð til þess að undirrita fyrir hönd ríkisins viðeigandi viðauka í sölusamningi og gefa fyrirmæli um framsal hluta við uppgjör viðskiptanna. Í bréfi um tillöguna var í sex liðum lýst þeim atriðum sem Bankasýslan lagði til að einkum yrðu höfð að leiðarljósi við úthlutun til bjóðenda. c) Almennt um heimild ráðherra til að framselja í formi umboðs til Bankasýslunnar „að ljúka sölumeðferð í samræmi“ við tillöguna. Gat það að ráðherra veitti umboð með þessum hætti breytt því ráðherra var fyrir hönd ríkissjóðs áfram seljandi hlutabréfanna og viðtakandi (ríkissjóður) á kaupverði þeirra? Hvernig var gætt að því að það fyrirkomulag sem valið var að þessu leyti uppfyllti þær kröfur sem leiddu afreglum 3. gr., sbr. einnig 2. málslið 2. mgr. 1. gr., stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um sérstakt hæfi ráðherra? d) Hvort og hvernig var með reglum eða fyrirfram fyrirkomulagi gætt að sérstöku hæfi þeirra sem komu að undirbúningi og ákvarðanatöku um söluna í samræmi við hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. e) Þegar ráðherra samþykkti að veita umbeðið umboð til að ljúka sölumeðferð hlutabréfanna hafði ekki verið tekin endanleg ákvörðun um sölu til einstakra tilboðsgjafa, þ.e. hversu miklu þeir fengju úthlutað. Samkvæmt bréfi Bankasýslunnar til ráðherra átti sá sem fékk umboðið til að taka þær ákvarðanir „einkum“ að hafa að leiðarljósi tiltekin sex atriði. Álitaefnið er því hvernig það samrýmist þeim reglum sem leiddu aflögum nr. 155/2012 og meginreglum stjórnsýsluréttarins, mögulega einnig EES-reglum, þ.m.t. um jafnræði, málefnaleg sjónarmið að baki ákvörðun og efni rökstuðnings, að ráðherra léti það í hendur starfsmanna Bankasýslunnar (mögulega söluráðgjafa og fjármálaráðgjafa hennar) að taka endanlegar ákvarðanir um úthlutanir til hvers tilboðsgjafa án þess að áður hefðu verið settar og birtar reglur/viðmiðanir um hvernig beita átti þeim atriðum sem Bankasýslan hafði lagt til að réðu við ákvarðanatökuna, vægi þeirra og innbyrðis mat og um skráningu upplýsinga um hvað réði einstökum ákvörðunum. • Hugtakið/mælikvarðinn góðirstjórnsýsluhættir er notað án þess að það sé rökstutt hvað leiði til þess að tiltekið atriði teljist „í samræmi við góða stjórnsýsluhætti“ og þá án þess að fjallað sé um þau lagaákvæði sem átt geta við um viðkomandi tilvik. Almennt: Lögin koma fyrst og ef þau taka ekki afstöðu getur reynt á vandaða (góða) stjórnsýsluhætti. • Við mat Re á aðferðafræði til að fullnægja því efni og inntaki sem leiðir af þeim hugtökum sem koma fram í meginreglum við sölumeðferð í 3. gr. laga nr. 155/2012 um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðshöfum og jafnræði er í engu vikið að þeim almennu reglum stjórnsýsluréttarins um þessi atriði sem koma fram í stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. Af því leiðir að í skýrslunni er ekkert fjallað um hvort og þá hvernig þurfti við undirbúning (skipulagningu/reglusetningu) og framkvæmd sölunnar (ákvarðanatöku og val milli tilboða) að gæta að þessum almennu reglum stjórnsýsluréttarins. Sama um þýðingu EES-reglna. • Í skýrslu Re er fundið að því að skort hafi á skráningu og skjalfestingu t.d. viðmiða og hvernig ætti að beita þeim sem og á hverju niðurstaða um úthlutun var reist til að tryggja sönnur. Það er talið að slíkt hefði verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Ekki er vikið að því í skýrslunni hvort þarna hafi í einhverjum tilvikum verið um að ræða stjórnvaldsákvarðanir og þar með hvort skráningarskylda samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi átt við eða eftir atvikum regla 2. mgr. sömu lagagreinar. 6. Hvers vegna skiptir máli að stjórnvöld fylgi reglum um undirbúning, málsmeðferð og ákvarðanatöku? • Form- og efnisreglur um málsmeðferð og ákvarðanatöku fela í sér fyrirmæli löggjafans í umboði almennings (og dómstóla) um hvernig handhafar opinbers valds eiga og megi haga meðferð þessa valds. Almenningur (líka þingmenn og sveitarstjórnarmenn sem eru í minnihluta) eiga að geta gengið út frá því að ráðamenn fylgi réttum reglum - Viðbrögð við frávikum er sjálfstætt úrlausnarefni • Lagaleg ábyrgð - var lögum fylgt - Viðfangsefni eftirlitsaðila og dómstóla • Pólitísk ábyrgð -fjölbreytt flóra - ákvarðanir og athafnir hafa ekki verið í samræmi við lög og viðmiðanir (siðareglur) eða meðferð valds og athafnir sem byggjast á pólitísku mati og stöðu samrýmast ekki því sem almenningur, að minnsta kosti hluti hans, telur rétt - oft óháð formlegri niðurstöðu eftirlitsaðila eða dómstóla - Viðbrögðin í höndum stjórnmálaflokka og kjósenda • Skiptir þetta kannski engu máli bara efþetta hefur „reddast“ og niðurstaðan er t.d. fjárhagslega ásættanleg?
Tryggvi Gunnarsson var fenginn fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fara yfir stjórnsýsluleg atriði, lög og reglur sem um sölu sem þessa gilda. Þetta er ekki minnisblað heldur talpunktar þar sem vitnað er í lagagreinar og dóma þar sem hliðstæðar spurningar eru undir. Tryggvi taldi eðlilegt að nefndarmenn gætu kynnt sér þetta sjálf vilji þau mynda sér upplýsta afstöðu en hann óttast að pólitíkin sé orðin of pólaríseruð til að vitræn umræða um þetta mál sé möguleg. Ljóst er að yfirferð Tryggva hefur verið ítarleg en talpunktar hans nema fimm þéttrituðum A4 blaðsíðum. ... Reglur um meðferð valds og ákvaðantöku við sölu á eignum ríkisins -Talpunktar Tryggva Gunnarssonar, lögfræðings, á fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 14. desember 2022 - dreift á fundinum - 1. Stjórnsýsluleg staða aðila -ríkisstofnun/einkaaðili/hlutafélag - sem fer með forræði og ráðstöfun þeirrar eignar sem á selja -segir til um hvaða reglum um málsmeðferð og ákvarðanatöku aðilinn þarf að fylgja nema sérákvæði séu í lögum. • Fjármála- og efnahagsráðuneytið (fjármála- og efnhagsráðherra) og Bankasýsla ríkisins eru ríkistofnanir og hluti afstjórnsýslu ríkisins. • Engin ákvæði í lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, eða lögum nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, um undanþágur frá reglum stjórnsýslulaga eða upplýsingalaga. Sjá til samanburðar t.d. 5. mgr. 2. gr. laga nr. 75/2009, um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, + Lindarhvoll ehf. 2. Sérstakar og almennar reglur um málsmeðferð og ákvarðanatöku við sölu á eignum ríkisins 2.1 Sérstakar reglur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum • Í lögum nr. 155/2012 eru sérstök ákvæði um ákvörðun um sölumeðferð, meginreglur við sölumeðferð og sölumeðferð eignarhluta. Þessum reglum þarf að fylgja og að því marki sem þessar reglur eru strangari en þær almennu lagareglur sem eiga við um sömu atriði hafa þær forgang. • Við útfærslu á þessum sérstöku reglum þarf að gæta þess að útfærslan sé í samræmi við almennu reglurnar að því marki sem þær eiga við, svo sem um gagnsæi, hlutlægni, hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðsgjöfum og jafnræði. 2.2 Reglur stjórnsýsluréttarins gilda við ráðstöfun á eignum ríkisins • Dómur Hæstaréttar 23. mars 2000 í máli nr. 407/1999: „Þegar stjórnvald ráðstafar eignum ríkisins gilda um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar. Um kaupsamninginn annars gilda almennar reglur um fasteignakaup eftir því sem við getur átt.“ • Andsvar Hæstaréttar við málflutningi um að ríkið sem eigandi væri í sömu stöðu og einkaaðili við ráðstöfun á eign ríkisins. 2.3 Almennar reglur stjórnsýsluréttar um málsmeðferð og ákvarðanatöku við sölu eigna ríkisins • Stjórnsýslulög nr. 37/1993 og upplýsingalög nr. 140/2012 að því marki sem ákvörðun (málsmeðferð) fellur undir gildissvið laganna (stjórnvaldsákvörðun). Sjá til fróðleiks skýrslu frá febr. 2012: „Sala ríkisins á eignarhlutum í fyrirtækjum ...“, bls. 2, 8, 9, 30 - 31. • Óskráðar grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins • Vandaðir stjórnsýsluhættir • Siðareglur 2.4 Aðrar almennar reglur um meðferð mála og ákvarðanatöku sem reynt getur á við sölu ríkisins á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum • Almenn ákvæði laga og reglna um viðskipti með hlutabréf og eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og um markaði fyrir fjármálagerninga • EES-skuldbindingar - þ.m.t. ríkisstyrkjareglur 2.5 Á hvaða lagagrundvelli hafa dómstólar leyst úr ágreiningi um sölu á hlutabréfum í eigu ríkisins? • Dómur Héraðsdóms 3. júní 1994 um sölu á hlutabréfum í SR-mjöli. • Dómur Hæstaréttar 8. maí 2008 í máli nr. 379/2007 vegna sölu hlutabréfa í Íslenskum aðalverktökum hf. • Tekist á um hvort hæfisreglum af hálfu þeirra sem komu að sölunni fyrir ríkið (m.a. ráðherra) hefði verið fylgt - Sama um jafnræði gagnvart kaupendum. Leyst úr þessum atriðum o. fl. með vísan til einstakra ákvæða stjórnsýslulaga og óskráðra grundvallarreglna (meginreglna) stjórnsýsluréttarins. ÍAV dómurinn sýnir líka hvernig sérreglum laga um verðbréfaviðskipti s.s. um innhverjaupplýsingar geta „tæmt sök“ þannig að ekki þurfi að beita stjórnsýslureglum. • Sjá einnig Hrd. 151/2010: Sveitarfélag ráðstafar eignarlandi til leigu gegn greiðslu gjalda og söluverðs byggingarréttar. Í þessu „fólst því í senn stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gerningur á sviði einkaréttar. Við úrlausn málsins hefur þetta tvíþætta eðli úthlutunarinnar þó aðeins takmarkað gildi, þar sem stefndi (sveitarfélagið) var einnig bundinn afmeginreglum stjórnsýsluréttar, svo sem jafnræðisreglu og kröfum um málefnalegar ástæður gerða sinna, við ráðstöfun einkaréttarlegra réttinda.“ 3. Samanburður við notkun söluaðferða og málsmeðferð við sölu eigna ríkja (í fjármálafyrirtækjum) erlendis. • Hver er staða þess aðila sem fer með söluheimildina? - Ríkisstofnun/einkaréttarlegur aðili (hlutafélag) • Geta verið sérákvæði um hvaða reglum eigi að fylgja og þá líka um undanþágur frá stjórnsýslulögum og öðrum réttaröryggisreglum stjórnsýsluréttarins, sjá t.d. danska Finansiel Stabilitet. • Mismunandi m.a. í norrænum stjórnsýslurétti í hvaða mæli þær reglur eru taldar eiga við þegar opinber aðili selur eign sem hefur samstöðu með sambærilegum eignum í einkaeign. • Það eitt að tiltekin aðferð t.d. tilboðssala hafi verið notuð erlendis hefur takmarkaða þýðingu við samanburð hér nema ljóst sé að þar hafi þurft að fylgja hliðstæðum reglum og gilda hér á landi um málsmeðferð og ákvarðanatöku (stjórnsýslulögum og meginreglum) auk hliðstæðra reglna og gilda að EES-rétti, og það hafi verið gert, þ.m.t. við útfærslu tilboðssöfnunar og töku tilboða. 4. Hvar var lærdómur afsögu um fyrri sölur eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum? - Hefur ekki viðkvæði stjórnmálamanna verið að það þurfi að læra af fyrri mistökum? 5. Til hvaða reglna um málsmeðferð og ákvarðanatöku tók úttekt Re á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022, sbr. skýrslu til Alþingis í nóvember 2022? • Beiðni fjármála- og efnahagsráðherra (7. 4. 2022): Ríkisendurskoðun kanni og leggi mat á hvort salan „... hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.“ • Tilkynning ríkisendurskoðanda um að farið verði í úttektina (8. 4. 2022): Orðið við beiðni ráðherra en „áætlun um afmörkun og framkvæmd úttektarinnar hefur ekki farið fram en hún mun verða endurskoðuð eftir því sem úttektinni vindur fram.“ • Afmörkun ríkisendurskoðanda í upphafi skýrslu (14. 11. 2022): Leitast við að leggja mat á framkvæmdina og svara eftirfarandi spurningum: 1) Hvernig samræmdist framkvæmd sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022 ákvæðum laga nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum og laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins? 2) Var framkvæmd sölunnar í samræmi við tillögu og minnisblað Bankasýslu ríkisins um sölumeðferð á eftirstæðum eignarhlut í Íslandsbanka og greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna framhalds á sölu á hlutum ríkisins í bankanum? 3) Hvernig voru endanlegt söluverð og stærð eignarhlutarins sem var seldur ákveðin? 4) Hvernig var staðið að úthlutun hlutabréfa til fjárfesta í söluferlinu? • Úr skýrslu Re: „Með lögunum er embættinu falið að hafa eftirlit með fjárhagslegum hagsmunum ríkisins í umboði Alþingis. Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum. • Úr skýrslu Re: Úttektinni er ætlað að varpa ljósi á undirbúning og framkvæmd sölu eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka og einna helst þá atburðarás sem átti sér stað á söludegi, 22. mars 2022. Hún tekur þannig til þess hvernig staðið var að sölu umrædds eignarhluta út frá lögum, skilgreindum markmiðum með sölunni og sjónarmiðum um góða stjórnsýsluhætti. • Úr lögum um ríkisendurskoðanda nr. 46/2016: Stjórnsýsluendurskoðun, 6. gr. ... Við mat á frammistöðu skal meðal annars líta til þess hvort starfsemi sé í samræmi við fjárheimildir, þá löggjöfsem gilda um hana og góða og viðurkennda starfshætti. • Felur úttekt Re í sér að stofnunin hafi kannað og lagt mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum? • Í samræmi við afmörkun Re í upphafi skýrslunnar er bara fjallað málsmeðferð og ákvarðanatöku m.t.t. laga nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, og laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, auk þess sem fjallað er um ákvæði laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, um fagfjárfesta og reglur EES-réttar um það efni. • Orðin: stjórnsýslulög, upplýsingalög, meginreglur /óskráðar grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins, málefnaleg sjónarmið, jafnræðisregla, sérstakt hæfi - eða 3 önnur hugtök sem koma fyrir í stjórnsýslurétti - er ekki að fmna í meginefni skýrslunnar. • Úr viðbrögðum fjármála- og efnhagsráðuneytisins, birt á bls. 20 í skýrslu Re: „Ekki verður annað séð af umfjöllun skýrslunnar en að sá þáttur sölumeðferðarinnar sem var á ábyrgð ráðherra hafi samræmst lögum og meginreglum stjórnsýsluréttar.“ • Vegna þessa er vakin athygli á því að í skýrslunni er ekkert fjallað um: a) Hvort og þá í hvaða mæli það leiddi afjafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins, ákvæðum laga nr. 155/2012 eða EES-reglum um að tilboðsgjafar nytu jafnræðis, að ráðherra þyrfti þegar ákvörðun um að fara tilboðsleiðina lá fyrir að gefa með opinberri auglýsingu þeim sem kynnu að hafa áhuga á því að koma til greina sem kaupendur og uppfylltu nánari skilyrði þar um kost á að sækja um og fá skráningu áður en tilboðssöfnun fór fram. b) Þá lagalegu stöðu að ráðherra valdi þrátt fyrir orðalag laganna um að hann skuli undirrita samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhluta, og studdist þar væntanlega við ummæli í athugasemdum við lagafrumvarpið, að fallast á tillögu Bankasýslunnar og veita stofnuninni „umboð“ til að ljúka sölumeðferðinni í samræmi við tillöguna. Tillagan hljóðaði um að forstjóri stofnunarinnar fengi umboð til þess að undirrita fyrir hönd ríkisins viðeigandi viðauka í sölusamningi og gefa fyrirmæli um framsal hluta við uppgjör viðskiptanna. Í bréfi um tillöguna var í sex liðum lýst þeim atriðum sem Bankasýslan lagði til að einkum yrðu höfð að leiðarljósi við úthlutun til bjóðenda. c) Almennt um heimild ráðherra til að framselja í formi umboðs til Bankasýslunnar „að ljúka sölumeðferð í samræmi“ við tillöguna. Gat það að ráðherra veitti umboð með þessum hætti breytt því ráðherra var fyrir hönd ríkissjóðs áfram seljandi hlutabréfanna og viðtakandi (ríkissjóður) á kaupverði þeirra? Hvernig var gætt að því að það fyrirkomulag sem valið var að þessu leyti uppfyllti þær kröfur sem leiddu afreglum 3. gr., sbr. einnig 2. málslið 2. mgr. 1. gr., stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um sérstakt hæfi ráðherra? d) Hvort og hvernig var með reglum eða fyrirfram fyrirkomulagi gætt að sérstöku hæfi þeirra sem komu að undirbúningi og ákvarðanatöku um söluna í samræmi við hæfisreglur stjórnsýsluréttarins. e) Þegar ráðherra samþykkti að veita umbeðið umboð til að ljúka sölumeðferð hlutabréfanna hafði ekki verið tekin endanleg ákvörðun um sölu til einstakra tilboðsgjafa, þ.e. hversu miklu þeir fengju úthlutað. Samkvæmt bréfi Bankasýslunnar til ráðherra átti sá sem fékk umboðið til að taka þær ákvarðanir „einkum“ að hafa að leiðarljósi tiltekin sex atriði. Álitaefnið er því hvernig það samrýmist þeim reglum sem leiddu aflögum nr. 155/2012 og meginreglum stjórnsýsluréttarins, mögulega einnig EES-reglum, þ.m.t. um jafnræði, málefnaleg sjónarmið að baki ákvörðun og efni rökstuðnings, að ráðherra léti það í hendur starfsmanna Bankasýslunnar (mögulega söluráðgjafa og fjármálaráðgjafa hennar) að taka endanlegar ákvarðanir um úthlutanir til hvers tilboðsgjafa án þess að áður hefðu verið settar og birtar reglur/viðmiðanir um hvernig beita átti þeim atriðum sem Bankasýslan hafði lagt til að réðu við ákvarðanatökuna, vægi þeirra og innbyrðis mat og um skráningu upplýsinga um hvað réði einstökum ákvörðunum. • Hugtakið/mælikvarðinn góðirstjórnsýsluhættir er notað án þess að það sé rökstutt hvað leiði til þess að tiltekið atriði teljist „í samræmi við góða stjórnsýsluhætti“ og þá án þess að fjallað sé um þau lagaákvæði sem átt geta við um viðkomandi tilvik. Almennt: Lögin koma fyrst og ef þau taka ekki afstöðu getur reynt á vandaða (góða) stjórnsýsluhætti. • Við mat Re á aðferðafræði til að fullnægja því efni og inntaki sem leiðir af þeim hugtökum sem koma fram í meginreglum við sölumeðferð í 3. gr. laga nr. 155/2012 um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni, skilyrði gagnvart tilboðshöfum og jafnræði er í engu vikið að þeim almennu reglum stjórnsýsluréttarins um þessi atriði sem koma fram í stjórnsýslulögum, upplýsingalögum eða óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. Af því leiðir að í skýrslunni er ekkert fjallað um hvort og þá hvernig þurfti við undirbúning (skipulagningu/reglusetningu) og framkvæmd sölunnar (ákvarðanatöku og val milli tilboða) að gæta að þessum almennu reglum stjórnsýsluréttarins. Sama um þýðingu EES-reglna. • Í skýrslu Re er fundið að því að skort hafi á skráningu og skjalfestingu t.d. viðmiða og hvernig ætti að beita þeim sem og á hverju niðurstaða um úthlutun var reist til að tryggja sönnur. Það er talið að slíkt hefði verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Ekki er vikið að því í skýrslunni hvort þarna hafi í einhverjum tilvikum verið um að ræða stjórnvaldsákvarðanir og þar með hvort skráningarskylda samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi átt við eða eftir atvikum regla 2. mgr. sömu lagagreinar. 6. Hvers vegna skiptir máli að stjórnvöld fylgi reglum um undirbúning, málsmeðferð og ákvarðanatöku? • Form- og efnisreglur um málsmeðferð og ákvarðanatöku fela í sér fyrirmæli löggjafans í umboði almennings (og dómstóla) um hvernig handhafar opinbers valds eiga og megi haga meðferð þessa valds. Almenningur (líka þingmenn og sveitarstjórnarmenn sem eru í minnihluta) eiga að geta gengið út frá því að ráðamenn fylgi réttum reglum - Viðbrögð við frávikum er sjálfstætt úrlausnarefni • Lagaleg ábyrgð - var lögum fylgt - Viðfangsefni eftirlitsaðila og dómstóla • Pólitísk ábyrgð -fjölbreytt flóra - ákvarðanir og athafnir hafa ekki verið í samræmi við lög og viðmiðanir (siðareglur) eða meðferð valds og athafnir sem byggjast á pólitísku mati og stöðu samrýmast ekki því sem almenningur, að minnsta kosti hluti hans, telur rétt - oft óháð formlegri niðurstöðu eftirlitsaðila eða dómstóla - Viðbrögðin í höndum stjórnmálaflokka og kjósenda • Skiptir þetta kannski engu máli bara efþetta hefur „reddast“ og niðurstaðan er t.d. fjárhagslega ásættanleg?
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira