Neyðarástand er dauðans alvara Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 9. janúar 2023 14:31 Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að sökum vanfjármögnunar og skorts á heilbrigðisstarfsfólki hafi myndast grafalvarlegt ástand á bráðamóttöku Landspítalans um jólin. Ástandið er dauðans alvara og á ábyrgð stjórnvalda. Þau hafa vitað af ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans ekki bara svo mánuðum skiptir, heldur árum saman. Að sjúklingur sé sendur heim og að hann látist nokkrum klukkustundum síðar er grafalvarlegt mál sem átti aldrei að eiga sér stað. Heilsa og öryggi borgaranna á að vera forgangsverkefni stjórnvalda. Hvort þetta neyðarástand á bráðamóttökunni hafi leitt til andláts mannsins eða mannleg mistök er mál sem verður að upplýsa og rannsaka til hlítar. Þá hefur fækkað stórlega í hópi lækna á bráðamóttöku Landspítala og hafa uppsagnir hjúkrunarfræðinga skipt tugum og það þrátt fyrir ítrekað ákall þeirra og læknanna um aðgerðir strax vegna ástandsins.Starfsfólk bráðamóttöku sinnir meira en helmingi fleiri sjúklingum en pláss er fyrir og verða fyrir vikið að vinna margfalt hraðar er óásættanlegt ástand fyrir starfsmenn og ávísun á mistök. Það er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þá fara samskipti við sjúklinga í síauknum mæli fram á gangi fyrir framan aðra sjúklinga og það um mjög viðkvæm málefni.Hvers vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna áratuga leyft ástandinu í heilbrigðismálum að verða að þessu neyðarástandi? Fyrir 50 árum gat maður farið á bráðamóttöku Borgarspítalans og fengið þjónustu á einni klukkustund. En í dag gefst fólk upp eftir margra klukkustunda bið.Núna er einnig um mánaðar bið eða lengri eftir heimilislækni, en áður fyrr fékk maður tíma hjá honum samdægurs eða daginn eftir. Áður fyrr voru sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og veikt fólk fékk þjónustu í nærumhverfi, en verða nú að fara um langan veg og það í misjöfnu veðri.Hvenær og hvers vegna hætti þetta góða kerfi að virka og fór inn á þessa skelfilegu neyðarbraut sem veldur óbætanlegum skaða á veiku fólki? Hvers vegna vilja ekki um eitt þúsund hjúkrunarfræðingar starfa við þá vinnu sem þeir hafa menntað sig í? Það er ekki rétt lausn að mennta fleiri. Það þarf að ná til þeirra sem ekki starfa í faginu með samningum um betri starfsumhverfi og kjör sem er lausnin á vandanum og þá einnig að semja við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara strax. Oft hefur verið þörf, en nú er lífsnauðsynlegt að við tökum höndum saman og forgangsröðum rétt og segjum fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er Þingflokksformaður Flokk fólksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun