Handbolti

Ó­vinur Ís­lands heldur nú með Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson undirbýr sig hér fyrir það að taka lokaskot Íslands í fyrri hálfleik á móti Slóvenum í dag en það endaði í netinu.
Haukur Þrastarson undirbýr sig hér fyrir það að taka lokaskot Íslands í fyrri hálfleik á móti Slóvenum í dag en það endaði í netinu. Vísir/Vilhelm

Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hraunaði eftirminnilega yfir íslenska handboltalandsliðið og varð á augabragði einn helsti óvinur Íslands. Nú er komið annað hljóð í kappann.

„Aldrei stríða heilu landi!!“ skrifaði Stockenberg á Twitter eftir að íslenska landsliðið vann átta marka stórsigur á Svíþjóð, sigur sem hann hafði engan veginn séð fyrir, og átti á endanum eftir að skila íslenska landsliðinu í undanúrslit á kostnað sænska landsliðsins.

Stockenberg átti í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið en síðan hafa nýir íslenskir fylgjendur hans verið duglegir að skjóta á hann og reyndar einnig kallað hann illum nöfnum.

Sá sænski er nú að reyna að eignast einhverja vini á Íslandi eftir að íslenska liðið fór alla leið í undanúrslitin þar sem Danir bíða á föstudaginn.

Stockenberg segist nú halda með Íslandi á Evrópumótinu.

„Nú styð ég íslensku bræður mína! Áfram Ísland,“ skrifaði Stockenberg á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það

„Éttu þetta Andreas Stockenberg,“ skrifar Alma Möller heilbrigðisráðherra á Facebook og deilir í leiðinni grein Handkastsins þar sem farið er yfir það þegar sænski þjálfarinn Stockenberg fór yfir dapran leikstíl íslenska landsliðsins á X-inu, að hans mati.

Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“

Sænski handboltaþjálfarinn Andreas Stockenberg hefur átt í vök að verjast á samfélagsmiðlum eftir að hann hraunaði yfir íslenska landsliðið sem svo valtaði yfir það sænska á EM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×