Handbolti

Sjáðu myndirnar: Ís­land á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman á áhorfendapöllunum þegar íslensku strákarnir tryggðu sig inn í undanúrslitin á EM:
Það var gaman á áhorfendapöllunum þegar íslensku strákarnir tryggðu sig inn í undanúrslitin á EM: Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum Evrópumótsins með frábærum átta marka sigri á Slóvenum 39-31.

Íslenska liðið fékk sjö stig í milliriðlinum sem færði strákunum annað sætið og þar með sæti í undanúrslitum. Ísland fékk jafnmörg stig og Svíþjóð en átta marka sigur í innbyrðis leik þjóðanna kom íslenska liðinu áfram.

Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni sem Ísland spilar um verðlaun á Evrópumóti karla í handbolta.

Íslenska liðið hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum á mótinu og aðeins tapað einu sinni.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Malmö og náði þessum flottu myndum hér fyrir neðan.

Íslensku strákarnir fagna hér sigri og því að undanúrslitasætið væri í höfn.Vísir/Vilhelm
Áfram Ísland, áfram Ísland, áfram Ísland.Vísir/Vilhelm
Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Ísland kemst í undanúrslit á EM en Björgvin Páll Gústavsson var með síðast fyrir sextán árum.Vísir/Vilhelm
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum í sókninni og fiskaði líka þrjá ruðninga á Slóvena.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Sérsveitin stjórnar öllum takti hjá íslenska stuðningsfólkinu.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson fékk tvö skot í höfuðið og var ekki sáttur. Dómarinn sagði þá eitthvað sniðugt við hann.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn Gíslason fórnar sér í gólfið og nær boltanum af Slóvenunum.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson ver skot frá Slóvenum í leiknum.Vísir/Vilhelm
Íslenska stuðningsfólkið sést hér undir risastórum íslenskum fána.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn Gíslason fagnar með íslenska stuðningsfólkinu.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×