Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2026 12:18 Mark Rutte og Donald Trump í Davos í Sviss í gær. AP/Evan Vucci Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð. Aaja Chemnitz, grænlenskur þingmaður, segir stöðuna á Grænlandi hafa skánað töluvert en hún sé enn viðkvæm og gæti verið þannig til langs tíma. Hún ræddi við Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, í morgun og segir þær upplýsingar sem hún fékk frá honum hafa verið jákvæðar. Samkvæmt Sermitsiaq vildi hún þó ekki segja nákvæmlega hvað þau hefðu talað um en sagði jákvætt að búið væri að taka nokkrar ógnir gegn Grænlandi af borðinu, þegar kemur að viðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að eignast Grænland. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, ætlar að halda blaðamannafund í dag, þar sem hann mun fara yfir stöðuna eins og hún er i dag. Trump sagði í ræðu í á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss í gær að hann myndi ekki beita hervaldi til að öðlast Grænland, þó það yrði Bandaríkjamönnum auðvelt. Seinna í gær lýsti hann því yfir að hann væri hættur við að leggja refsitolla á nokkur ríki Evrópu sem hafa staðið með Grænlendingum og Dönum, eftir að hann hefði átt góðan fund með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Trump sagði að samkomulag sem hann hefði gert við Rutte fæli í sér að hann fengi allt sem hann vilji. Síðan þá hefur verið nokkuð óljóst hvaða samkomulagi þeir komust að. Fregnir hafa borist af því að þeir hafi rætt um sjaldgæfa málma sín á milli og mögulegt eignarhald Bandaríkjamanna á því landsvæði sem þeir eru með herstöð á og gætu viljað reisa frekari herstöðvar á. Bæði hefur svo í dag verið dregið í efa. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekaði í morgun að Danir og Grænlendingar væru þeir einu sem gætu tekið ákvarðanir hvað varðaði þeirra eigin málefni. Hún sagði að þó hún hefði átt í nánum samskiptum við Rutte hefði hann ekki verið að semja við Trump fyrir hönd Danmerkur. Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, ítrekaði það einnig og sagði að ekki væri hægt að semja um fullveldi. Rutte sjálfur sagði svo í morgun að sjaldgæfir málmar hefðu ekki verið til umræðu á fundi hans og Trumps í gær. Blaðamenn Reuters, Economist og Wall Street Journal áttu svo stutta umræðu á X í morgun. Þar hélt Yaroslav Trofimov, ritstjóri erlendra frétta hjá WSJ, að ekkert formlegt samkomulag lægi fyrir. Það eina sem hefði gerst væri að Trump og Rutte hefðu verið sammála um að komast að samkomulagi. Þeir hefðu fundið leið fyrir Trump til að gefa eftir, án þess að hann liti út fyrir að hafa látið af hótunum í skiptum fyrir ekki neitt. There is no written agreement. Only the vaguest agreement to agree, to give Trump a face-saving way to de-escalate.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 22, 2026 Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Danmörk Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. 22. janúar 2026 00:12 Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. 22. janúar 2026 08:41 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Aaja Chemnitz, grænlenskur þingmaður, segir stöðuna á Grænlandi hafa skánað töluvert en hún sé enn viðkvæm og gæti verið þannig til langs tíma. Hún ræddi við Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, í morgun og segir þær upplýsingar sem hún fékk frá honum hafa verið jákvæðar. Samkvæmt Sermitsiaq vildi hún þó ekki segja nákvæmlega hvað þau hefðu talað um en sagði jákvætt að búið væri að taka nokkrar ógnir gegn Grænlandi af borðinu, þegar kemur að viðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að eignast Grænland. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, ætlar að halda blaðamannafund í dag, þar sem hann mun fara yfir stöðuna eins og hún er i dag. Trump sagði í ræðu í á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss í gær að hann myndi ekki beita hervaldi til að öðlast Grænland, þó það yrði Bandaríkjamönnum auðvelt. Seinna í gær lýsti hann því yfir að hann væri hættur við að leggja refsitolla á nokkur ríki Evrópu sem hafa staðið með Grænlendingum og Dönum, eftir að hann hefði átt góðan fund með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Trump sagði að samkomulag sem hann hefði gert við Rutte fæli í sér að hann fengi allt sem hann vilji. Síðan þá hefur verið nokkuð óljóst hvaða samkomulagi þeir komust að. Fregnir hafa borist af því að þeir hafi rætt um sjaldgæfa málma sín á milli og mögulegt eignarhald Bandaríkjamanna á því landsvæði sem þeir eru með herstöð á og gætu viljað reisa frekari herstöðvar á. Bæði hefur svo í dag verið dregið í efa. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekaði í morgun að Danir og Grænlendingar væru þeir einu sem gætu tekið ákvarðanir hvað varðaði þeirra eigin málefni. Hún sagði að þó hún hefði átt í nánum samskiptum við Rutte hefði hann ekki verið að semja við Trump fyrir hönd Danmerkur. Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, ítrekaði það einnig og sagði að ekki væri hægt að semja um fullveldi. Rutte sjálfur sagði svo í morgun að sjaldgæfir málmar hefðu ekki verið til umræðu á fundi hans og Trumps í gær. Blaðamenn Reuters, Economist og Wall Street Journal áttu svo stutta umræðu á X í morgun. Þar hélt Yaroslav Trofimov, ritstjóri erlendra frétta hjá WSJ, að ekkert formlegt samkomulag lægi fyrir. Það eina sem hefði gerst væri að Trump og Rutte hefðu verið sammála um að komast að samkomulagi. Þeir hefðu fundið leið fyrir Trump til að gefa eftir, án þess að hann liti út fyrir að hafa látið af hótunum í skiptum fyrir ekki neitt. There is no written agreement. Only the vaguest agreement to agree, to give Trump a face-saving way to de-escalate.— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 22, 2026
Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Danmörk Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. 22. janúar 2026 00:12 Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. 22. janúar 2026 08:41 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti. 22. janúar 2026 00:12
Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins. 22. janúar 2026 08:41
Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“