Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2025 10:52 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. AP/Mikhail Metzel, Sputnik Ráðamenn í Rússlandi ætla að herða kröfur sínar gagnvart Úkraínumönnum í vegna meintrar drónaárásar á eitt af heimilum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og vilja ekki eiga beinar viðræður við Úkraínumenn. Ráðamenn í Úkraínu segja enga slíka árás hafa verið gerða en Rússar hafa engar sannanir fært fyrir því að árásin hafi verið gerð og eiga sér langa sögu ósanninda. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að hin meinta árás væri hryðjuverk og að Rússar myndu bregðast við. Hann vildi ekki segja hvernig en hann sagði að vegna þessarar meintu árásar myndu Rússar ekki eiga í beinum viðræðum við Úkraínumenn um frið og myndu þess í stað eingöngu ræða við Bandaríkjamenn. Sjá einnig: Pútín sagður hafa valið Witkoff Peskóv sagði að með árásinni vildu Úkraínumenn skemma viðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að finna friðsamlega lausn á þessum „flóknu átökum,“ eins og Peskóv lýsti þeim. Sjá einnig: Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, birti í dag myndband þar sem hann fer yfir umfjöllun rússneskra ríkisrekinna dagblaða í morgun. Þar er því meðal annars haldið fram að nú hafi Rússar frjálsar hendur í Úkraínu og að friður fari eingöngu eftir því hversu langt rússneskir hermenn sækja fram. After claiming that Ukraine attacked one of Vladimir Putin’s official residences (Kyiv denies it) what will Moscow do next? One Russian paper today: “The terms of a long-term peace will now depend on the feet of Russian soldiers. Where they step, that’s ours.” #ReadingRussia pic.twitter.com/HtYuCDlYHK— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) December 30, 2025 Sagðist ætla að „frelsa“ Novorossia Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa kröfur þeirra gagnvart Úkraínumönnum lítið breyst. Allri viðleitni varðandi frið eða vopnahlé hefur verið hafnað af Rússum en ráðamenn þar hafa iðulega kennt Úkraínumönnum eða bakhjörlum þeirra í Evrópu um, á sama tíma og þeir hafa lofað Trump í hástert. Pútín og ráðamenn hans hafa orðið sífellt harðorðari í garð Evrópu að undanförnu og saka meðal annars Evrópumenn um að standa í vegi friðar. Orðræða þessi virðist hafa aukist samhliða versnandi samskiptum margra ríkja Evrópu við Bandaríkin. Sjá einnig: Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Pútín fundaði með herforingjum sínum í gær en þá sagði hann meðal annars að rússneski herinn væri að „frelsa“ Donbas-svæðið og svæði sem hann kallaði „Novorossia“. Það er nafn yfir allan suðurhluta Úkraínu sem notað var á tímum rússneska keisaraveldisins. Það svæði nær yfir alla strandlengju Úkraínu og mun stærri hluta landsins en Rússar gera þegar tilkall til. Rússar hafa innlimað fimm héruð Úkraínu inn í Rússneska ríkissambandið, samkvæmt breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá Rússlands á undanförnum árum. Um er að ræða Krímskaga, Kherson, Sapórisjía, Dónetsk og Lúhansk. Af þessum héruðum stjórna Rússar eingöngu Krímskaga og Lúhansk að fullu. Þeir stjórna stórum hluta Dónetsk en hafa átt í töluverðu basli með að ná héraðinu að fullu. Yfirráðasvæði Úkraínumanna þar er talið mjög víggirt. Á áðurnefndum fundi í gær sagði Pútín einnig að öllum markmiðum hinnar sértæku hernaðaraðgerðar, eins og hann kallar innrásina í Úkraínu, yrði náð. Enginn fordæmdi árás á ríkisstjórnarbygginguna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist á dögunum tilbúinn til viðræðna við Pútín en það var eftir að hann fundaði með Trump í Flórída. Selenskí sagði þó að orð Pútíns þyrftu að vera í samræmi við gjörðir hans. Það skyti skökku við þegar Pútín sagðist vilja frið á sama tíma og hann sagðist ætla að halda áfram að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum. Sjá einnig: Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, ítrekaði í yfirlýsingu í morgun að Úkraínumenn hefðu ekki gert drónaárás á heimili Pútíns. Þá lýsti hann yfir vonbrigðum með að þjóðarleiðtogar eins og Narendra Mohdi, forsætisráðherra Indlands, og aðrir hefðu lýst yfir áhyggjum vegna árásar sem hefði aldrei átt sér stað. Það væri sérstaklega óvænt þar sem hvorki Mohdi, né leiðtogar Pakistan og Sameinuðu furstadæmanna, sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna meintu árásarinnar, sögðu ekkert þegar rússnesk eldflaug lenti á ríkisstjórnarbyggingu Úkraínu í Kænugarði í september. Sybiha sagði að viðbrögð sem þessi væru eingöngu til þess fallin að hvetja Rússa til frekari lyga og áróðurs. Almost a day passed and Russia still hasn’t provided any plausible evidence to its accusations of Ukraine’s alleged “attack on Putin’s residence.” And they won’t. Because there’s none. No such attack happened.We were disappointed and concerned to see the statements by Emirati,…— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) December 30, 2025 Pútín sagði mér það Trump var spurður út í hina meintu árás á heimili Pútíns í gær. Hann sagðist ekki ánægður með árásina og að hann hefði heyrt af henni frá Pútín sjálfum. Þá vísaði hann til þess að hann hefði neitað að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Hann sagðist hafa orðið reiður þegar Pútín sagði honum frá árásinni en þegar blaðamaður spurði hvort það væru einhverjar sannanir fyrir því hvort að árásin hefði átt sér stað og hvort að leyniþjónustur hans hefðu ekkert honum sagði Trump að Pútín hefði sagt sér að árásin hafi verið gerð. Reporter: Is there any evidence?Trump: I mean, you're saying maybe the attack didn't take place? It's possible, I guess, but President Putin told me this morning it did. pic.twitter.com/lSVxh6CuqD— Acyn (@Acyn) December 29, 2025 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. 28. desember 2025 22:33 „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. 28. desember 2025 18:55 Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. 28. desember 2025 17:58 „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. 28. desember 2025 17:51 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í samtali við blaðamenn í morgun að hin meinta árás væri hryðjuverk og að Rússar myndu bregðast við. Hann vildi ekki segja hvernig en hann sagði að vegna þessarar meintu árásar myndu Rússar ekki eiga í beinum viðræðum við Úkraínumenn um frið og myndu þess í stað eingöngu ræða við Bandaríkjamenn. Sjá einnig: Pútín sagður hafa valið Witkoff Peskóv sagði að með árásinni vildu Úkraínumenn skemma viðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að finna friðsamlega lausn á þessum „flóknu átökum,“ eins og Peskóv lýsti þeim. Sjá einnig: Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Steve Rosenberg, fréttamaður BBC í Moskvu, birti í dag myndband þar sem hann fer yfir umfjöllun rússneskra ríkisrekinna dagblaða í morgun. Þar er því meðal annars haldið fram að nú hafi Rússar frjálsar hendur í Úkraínu og að friður fari eingöngu eftir því hversu langt rússneskir hermenn sækja fram. After claiming that Ukraine attacked one of Vladimir Putin’s official residences (Kyiv denies it) what will Moscow do next? One Russian paper today: “The terms of a long-term peace will now depend on the feet of Russian soldiers. Where they step, that’s ours.” #ReadingRussia pic.twitter.com/HtYuCDlYHK— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) December 30, 2025 Sagðist ætla að „frelsa“ Novorossia Frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu hafa kröfur þeirra gagnvart Úkraínumönnum lítið breyst. Allri viðleitni varðandi frið eða vopnahlé hefur verið hafnað af Rússum en ráðamenn þar hafa iðulega kennt Úkraínumönnum eða bakhjörlum þeirra í Evrópu um, á sama tíma og þeir hafa lofað Trump í hástert. Pútín og ráðamenn hans hafa orðið sífellt harðorðari í garð Evrópu að undanförnu og saka meðal annars Evrópumenn um að standa í vegi friðar. Orðræða þessi virðist hafa aukist samhliða versnandi samskiptum margra ríkja Evrópu við Bandaríkin. Sjá einnig: Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Pútín fundaði með herforingjum sínum í gær en þá sagði hann meðal annars að rússneski herinn væri að „frelsa“ Donbas-svæðið og svæði sem hann kallaði „Novorossia“. Það er nafn yfir allan suðurhluta Úkraínu sem notað var á tímum rússneska keisaraveldisins. Það svæði nær yfir alla strandlengju Úkraínu og mun stærri hluta landsins en Rússar gera þegar tilkall til. Rússar hafa innlimað fimm héruð Úkraínu inn í Rússneska ríkissambandið, samkvæmt breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá Rússlands á undanförnum árum. Um er að ræða Krímskaga, Kherson, Sapórisjía, Dónetsk og Lúhansk. Af þessum héruðum stjórna Rússar eingöngu Krímskaga og Lúhansk að fullu. Þeir stjórna stórum hluta Dónetsk en hafa átt í töluverðu basli með að ná héraðinu að fullu. Yfirráðasvæði Úkraínumanna þar er talið mjög víggirt. Á áðurnefndum fundi í gær sagði Pútín einnig að öllum markmiðum hinnar sértæku hernaðaraðgerðar, eins og hann kallar innrásina í Úkraínu, yrði náð. Enginn fordæmdi árás á ríkisstjórnarbygginguna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist á dögunum tilbúinn til viðræðna við Pútín en það var eftir að hann fundaði með Trump í Flórída. Selenskí sagði þó að orð Pútíns þyrftu að vera í samræmi við gjörðir hans. Það skyti skökku við þegar Pútín sagðist vilja frið á sama tíma og hann sagðist ætla að halda áfram að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum. Sjá einnig: Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, ítrekaði í yfirlýsingu í morgun að Úkraínumenn hefðu ekki gert drónaárás á heimili Pútíns. Þá lýsti hann yfir vonbrigðum með að þjóðarleiðtogar eins og Narendra Mohdi, forsætisráðherra Indlands, og aðrir hefðu lýst yfir áhyggjum vegna árásar sem hefði aldrei átt sér stað. Það væri sérstaklega óvænt þar sem hvorki Mohdi, né leiðtogar Pakistan og Sameinuðu furstadæmanna, sem hafa lýst yfir áhyggjum vegna meintu árásarinnar, sögðu ekkert þegar rússnesk eldflaug lenti á ríkisstjórnarbyggingu Úkraínu í Kænugarði í september. Sybiha sagði að viðbrögð sem þessi væru eingöngu til þess fallin að hvetja Rússa til frekari lyga og áróðurs. Almost a day passed and Russia still hasn’t provided any plausible evidence to its accusations of Ukraine’s alleged “attack on Putin’s residence.” And they won’t. Because there’s none. No such attack happened.We were disappointed and concerned to see the statements by Emirati,…— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) December 30, 2025 Pútín sagði mér það Trump var spurður út í hina meintu árás á heimili Pútíns í gær. Hann sagðist ekki ánægður með árásina og að hann hefði heyrt af henni frá Pútín sjálfum. Þá vísaði hann til þess að hann hefði neitað að selja Úkraínumönnum stýriflaugar. Hann sagðist hafa orðið reiður þegar Pútín sagði honum frá árásinni en þegar blaðamaður spurði hvort það væru einhverjar sannanir fyrir því hvort að árásin hefði átt sér stað og hvort að leyniþjónustur hans hefðu ekkert honum sagði Trump að Pútín hefði sagt sér að árásin hafi verið gerð. Reporter: Is there any evidence?Trump: I mean, you're saying maybe the attack didn't take place? It's possible, I guess, but President Putin told me this morning it did. pic.twitter.com/lSVxh6CuqD— Acyn (@Acyn) December 29, 2025
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. 28. desember 2025 22:33 „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. 28. desember 2025 18:55 Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. 28. desember 2025 17:58 „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. 28. desember 2025 17:51 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. 28. desember 2025 22:33
„Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Vólódímír Selenskíj Úkraínuforseti er mættur á fund Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. 28. desember 2025 18:55
Átti gott samtal við Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag. 28. desember 2025 17:58
„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. 28. desember 2025 17:51