Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2025 08:11 Skrifstofur embættis ríkissáttasemjara og HMS eru til húsa við Höfðatorg í Borgartúni. vísir/vilhelm Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum. Þetta má lesa úr svari Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað vegna starfslokasamninga. Karl Gauti spurði hve margir samningar hafi verið gerðir innan ráðuneytisins annars vegar og hjá undirstofnunum þess hins vegar frá árinu 2018. Í svari ráðherra segir að engir starfslokasamningar hafi verið gerðir hjá ráðuneytinu sjálfu á tímabilinu, en það sé hins vegar tilfellið hjá sjö undirstofnunum ráðuneytisins. Auk embættis ríkissáttasemjara og HMS hafa verið gerðir sjö starfslokasamningar hjá Vinnueftirlitinu, tveir hjá Vinnumálastofnun og hjá Skipulagsstofnun, Tryggingastofnun og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur verið gerður einn starfslokasamningur í hverri stofnun. Nam kostnaður vegna þeirra 29,2 hjá Vinnueftirlitinu, 18,5 milljónum hjá Tryggingastofnun, 14,6 milljónum hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 11,7 milljónum hjá Skipulagsstofnun og 7,3 milljónum hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt svarinu er um að ræða starfslokasamninga sem gerðir hafa verið við forstöðumenn stofnana ráðuneytisins og sem fela í sér réttindi umfram það sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Loks var spurt hversu margir embættismenn ráðuneytisins og stofnana þess hafi verið fluttir til í starfi á sama tímabili. Lesa má úr svarinu að alls hafi fjórir verið færðir til, tveir í ráðuneytinu, einn hjá ríkissáttasemjara og einn hjá Vinnumálastofnun. Tæpar 30 milljónir í einn starfslokasamning í utanríkisráðuneytinu Karl Gauti sendi sambærilega fyrirspurn á öll ráðuneyti, en í samtali við Vísi á dögunum segir hann það hafa verið gert í framhaldi af umræðu um starfslok og flutning embættismanna hjá stofnunum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þannig hafa starfslok Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur úr embætti ríkislögreglustjóra og flutningur hennar yfir í ráðuneytið til að mynda verið til umræðu auk þess sem starfslokasamningur við Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, rataði í fréttir fyrr á árinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra er annar ráðherrann til að svara fyrirspurninni, en í síðustu viku barst svar frá utanríkisráðherra. Þar kom fram að frá árinu 2018 hafi aðeins verið gerður einn starfslokasamningur í ráðuneytinu. Samningurinn var gerður í fyrra og hefur kostnaður vegna hans numið 29,7 milljónum króna auk launatengdra gjalda, 8,7 milljónir á árinu 2024 og 21 milljón á þessu ári. Fréttastofa óskaði í síðustu viku eftir nánari upplýsingum um starfslokasamninginn en svar hefur ekki borist enn. Stjórnsýsla Kjaramál Alþingi Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Þetta má lesa úr svari Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað vegna starfslokasamninga. Karl Gauti spurði hve margir samningar hafi verið gerðir innan ráðuneytisins annars vegar og hjá undirstofnunum þess hins vegar frá árinu 2018. Í svari ráðherra segir að engir starfslokasamningar hafi verið gerðir hjá ráðuneytinu sjálfu á tímabilinu, en það sé hins vegar tilfellið hjá sjö undirstofnunum ráðuneytisins. Auk embættis ríkissáttasemjara og HMS hafa verið gerðir sjö starfslokasamningar hjá Vinnueftirlitinu, tveir hjá Vinnumálastofnun og hjá Skipulagsstofnun, Tryggingastofnun og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur verið gerður einn starfslokasamningur í hverri stofnun. Nam kostnaður vegna þeirra 29,2 hjá Vinnueftirlitinu, 18,5 milljónum hjá Tryggingastofnun, 14,6 milljónum hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 11,7 milljónum hjá Skipulagsstofnun og 7,3 milljónum hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt svarinu er um að ræða starfslokasamninga sem gerðir hafa verið við forstöðumenn stofnana ráðuneytisins og sem fela í sér réttindi umfram það sem kveðið er á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Loks var spurt hversu margir embættismenn ráðuneytisins og stofnana þess hafi verið fluttir til í starfi á sama tímabili. Lesa má úr svarinu að alls hafi fjórir verið færðir til, tveir í ráðuneytinu, einn hjá ríkissáttasemjara og einn hjá Vinnumálastofnun. Tæpar 30 milljónir í einn starfslokasamning í utanríkisráðuneytinu Karl Gauti sendi sambærilega fyrirspurn á öll ráðuneyti, en í samtali við Vísi á dögunum segir hann það hafa verið gert í framhaldi af umræðu um starfslok og flutning embættismanna hjá stofnunum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Þannig hafa starfslok Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur úr embætti ríkislögreglustjóra og flutningur hennar yfir í ráðuneytið til að mynda verið til umræðu auk þess sem starfslokasamningur við Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, rataði í fréttir fyrr á árinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra er annar ráðherrann til að svara fyrirspurninni, en í síðustu viku barst svar frá utanríkisráðherra. Þar kom fram að frá árinu 2018 hafi aðeins verið gerður einn starfslokasamningur í ráðuneytinu. Samningurinn var gerður í fyrra og hefur kostnaður vegna hans numið 29,7 milljónum króna auk launatengdra gjalda, 8,7 milljónir á árinu 2024 og 21 milljón á þessu ári. Fréttastofa óskaði í síðustu viku eftir nánari upplýsingum um starfslokasamninginn en svar hefur ekki borist enn.
Stjórnsýsla Kjaramál Alþingi Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira