Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 23:56 Salvador Plasencia kallaði Matthew Perry fávita í skilaboðum til annars læknis og sagði að hægt væri að hagnast á leikaranum. AP Salvador Plasencia, læknir sem játaði að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamín hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Hann er ekki sakaður um að hafa selt Perry skammtinn sem dró hann til dauða. Perry fannst látinn í heitum potti heima hjá sér í október 2023. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna neyslu ketamíns. Hann var 54 ára gamall og hafði lengi glímt við fíkn. Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig til andláts hans af völdum ofneyslu. AP fréttaveitan hefur eftir dómaranum sem las upp dóminn gegn Plasencia í dag að þó læknirinn hafi ekki selt Perry hans síðasta skammt, hafi hann og aðrir nýtt sér fíkn Perry og hagnast á henni. Þetta fólk hafi leitt hann áfram þá leið sem leiddi til dauða hans. Plasencia viðurkenndi að hafa nýtt sér fíkn leikarans og að hann hefði vitað að Perry ætti í vandræðum. Í skilaboðum sem hann sendi öðrum lækni kallaði Plasencia Perry „fávita“ sem hægt væri að græða á. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Læknirinn var leiddur úr dómsal í handjárnum á meðan móðir hans grét hástöfum, samkvæmt blaðamanni AP sem var í salnum. „Uppáhaldsvinur“ allra Áður en dómurinn var kveðinn upp lásu móðir Perrys og tvær hálfsystur hans upp yfirlýsingar. Þær sögðu meðal annars að dauði hans hefði haft gífurleg og slæm áhrif á þær. Madeleine Morrison sagði að heimurinn syrgði með þeim. „Hann var uppáhaldsvinur allra,“ sagði hún en Perry var hvað þekktastur fyrir að leika Chandler Bing í þáttunum Friends. Suzanne Perry, móðir leikarans, talaði um styrk sonar síns og hvað honum hefði tekist að áorka í lífinu. „Þú kallaðir hann fávita,“ sagði hún við Plasencia. „Það var engin fáviska í þessum manni. Hann var meira að segja fíkill sem naut velgengni.“ Perry brast seinna meir í grát og skammaði Plasencia fyrir það sem hann gerði syni hennar. „Ég hefði átt að vernda hann“ Plasencia ávarpaði einnig dómarann þar sem hann sagðist ekki geta ímyndað sér daginn þegar hann þyrfti að útskýra fyrir tveggja ára syni sínum að hann hefði ekki verndað son annarrar konu. „Það særir mig svo mikið. Ég trúi ekki að ég sé hérna,“ sagði hann. Þá bað hann fjölskyldu Perrys afsökunar og sagði: „Ég hefði átt að vernda hann.“ Dómsuppkvaðning hinna fjögurra sem hafa játað sök mun eiga sér stað á næstu mánuðum. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Matthew Perry Hollywood Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira
Perry fannst látinn í heitum potti heima hjá sér í október 2023. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna neyslu ketamíns. Hann var 54 ára gamall og hafði lengi glímt við fíkn. Aðrir sem voru ákærðir í málinu voru læknar og aðstoðarmaður Perry sem voru þeir sem útveguðu Perry ketamínið og misnotuðu þannig fíkn hans sér til gróða, og samkvæmt yfirvöldum, leiddu þannig til andláts hans af völdum ofneyslu. AP fréttaveitan hefur eftir dómaranum sem las upp dóminn gegn Plasencia í dag að þó læknirinn hafi ekki selt Perry hans síðasta skammt, hafi hann og aðrir nýtt sér fíkn Perry og hagnast á henni. Þetta fólk hafi leitt hann áfram þá leið sem leiddi til dauða hans. Plasencia viðurkenndi að hafa nýtt sér fíkn leikarans og að hann hefði vitað að Perry ætti í vandræðum. Í skilaboðum sem hann sendi öðrum lækni kallaði Plasencia Perry „fávita“ sem hægt væri að græða á. Saksóknarar höfðu farið fram á að hann yrði dæmdur í þriggja ára fangelsi. Læknirinn var leiddur úr dómsal í handjárnum á meðan móðir hans grét hástöfum, samkvæmt blaðamanni AP sem var í salnum. „Uppáhaldsvinur“ allra Áður en dómurinn var kveðinn upp lásu móðir Perrys og tvær hálfsystur hans upp yfirlýsingar. Þær sögðu meðal annars að dauði hans hefði haft gífurleg og slæm áhrif á þær. Madeleine Morrison sagði að heimurinn syrgði með þeim. „Hann var uppáhaldsvinur allra,“ sagði hún en Perry var hvað þekktastur fyrir að leika Chandler Bing í þáttunum Friends. Suzanne Perry, móðir leikarans, talaði um styrk sonar síns og hvað honum hefði tekist að áorka í lífinu. „Þú kallaðir hann fávita,“ sagði hún við Plasencia. „Það var engin fáviska í þessum manni. Hann var meira að segja fíkill sem naut velgengni.“ Perry brast seinna meir í grát og skammaði Plasencia fyrir það sem hann gerði syni hennar. „Ég hefði átt að vernda hann“ Plasencia ávarpaði einnig dómarann þar sem hann sagðist ekki geta ímyndað sér daginn þegar hann þyrfti að útskýra fyrir tveggja ára syni sínum að hann hefði ekki verndað son annarrar konu. „Það særir mig svo mikið. Ég trúi ekki að ég sé hérna,“ sagði hann. Þá bað hann fjölskyldu Perrys afsökunar og sagði: „Ég hefði átt að vernda hann.“ Dómsuppkvaðning hinna fjögurra sem hafa játað sök mun eiga sér stað á næstu mánuðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Matthew Perry Hollywood Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Sjá meira