Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2025 15:12 Umaro Sissoco Embalo, forseti Gíneau-Bissaú, segist hafa verið handtekinn af hermönnum. AP/Stephane de Sakutin Enn eitt valdaránið hefur verið framið á vesturströnd Afríku. Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist í dag hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni í dag. Tveir æðstu herforingjar landsins og innanríkisráðherra munu einnig hafa verið handteknir en skothríð heyrðist í Bissaú, höfuðborginni, fyrr í dag. Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05. Gínea-Bissaú Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05.
Gínea-Bissaú Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira