Erlent

Öldungadeildin sam­þykkir að ó­gilda tollaákvarðanir Trump

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Demókratar segja tollaleiki Trump hafa kostað Bandaríkin milljarða dala.
Demókratar segja tollaleiki Trump hafa kostað Bandaríkin milljarða dala. Getty/Kayla Bartkowski

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær, með 51 atkvæði gegn 47 að ógilda tollana sem Donald Trump lagði á um 100 ríki heims með forsetatilskipun.

Repúblikanar hafa ekki verið þekktir fyrir að taka afstöðu gegn Trump en fjórir gengu til liðs við þingmenn Demókrataflokksins í atkvæðagreiðslunni; Susan Collins, Lisa Murkowski, Rand Paul og Mitch McConnell.

Málið mun hins vegar líklega aldrei rata fyrir neðri deild þingsins, þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins ákváðu fyrr á árinu að fjalla ekki um tillögur varðandi tollana.

Demókratinn Tim Kaine sagðist gera ráð fyrir því að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar myndu engu að síður vekja athygli forsetans, þar sem það hefði sýnt sig að hann væri ekki ónæmur fyrir andstöðu Repúblikana.

Öldungadeildin hafði fyrr í vikunni samþykkt að ógilda tollaákvarðanir Trump gagnvart Kanada og Mexíkó, með svipuðum atkvæðamun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×