Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar 16. október 2025 18:15 Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun