Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar 16. október 2025 18:15 Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Til að styðja við upplýsta, faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og virðismat starfa hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki upp á samtal um launamun kynjanna og verðmætamat starfa. Þann 24. október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum þegar konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Staða kvenna á vinnumarkaði var langt frá því jöfn á við stöðu karla á þeim tíma. Störf þeirra voru vanmetin sem leiddi til þess að laun þeirra voru lægri. Vanmatið var réttlætt með því að þær væru ekki fyrirvinnur heimila en á sama tíma þurftu þær gjarnan að sitja undir ásökunum um vanrækslu gagnvart börnunum sínum vegna þátttöku á vinnumarkaði. Þennan dag kröfðust íslenskar konur breytinga en talið er að 90% kvenna hafi lagt niður störf til þess að krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi þeirra til samfélagsins. Nú, 50 árum síðar, setja aðstandendur kvennaárs, sem eru fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks, fram kröfur um leiðréttingu á kerfisbundnu vanmati á kvennastörfum. Hvað felst í þeirri kröfu? Krafan felur í sér þá afstöðu að þær aðferðir sem notaðar eru við launasetningu feli í sér kynjamismunun vegna þess að þær meta ekki til launa þá þætti sem einkenna hefðbundin kvennastörf. Það leiði til kynbundins launamunar sem gerð er krafa um að verði útrýmt. Kynskiptur vinnumarkaður Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar. Konur starfa í meiri mæli en karlar í t.d. félags-, heilbrigðis- og menntagreinum þar sem störf eru að jafnaði verr launuð en störf í t.d. bygginga-- og fjármálastarfsemi þar sem karlar starfa frekar. Einfalt dæmi um þetta eru að störf sem fela í sér ábyrgð á fólki séu verr launuð en þau störf sem fela í sér fjárhagslega ábyrgð. Annað er að við launasetningu sé umbunað fyrir líkamlegt álag í starfi en síður fyrir tilfinningalegt álag. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þarf launasetning að byggja á faglegum viðmiðum sem endurspegla öll störf, bæði karllæg og kvenlæg í samræmi við jafnlaunaákvæði laga. Til þess þurfi að innleiða starfsmats- eða virðismatskerfi til að byggja launaákvarðanir á. Tölfræði og túlkanir Árið 2024 mældist óleiðréttur launamunur 10,4%. Launamunur er ólíkur eftir mörkuðum en það ár var óleiðréttur launamunur kynjanna 15,2% á almennum vinnumarkaði og 7,7% hjá starfsfólki ríkisins en talsvert lægri eða 4% meðal starfsfólks sveitarfélaga. Hér má benda á að grunnlaunasetning starfsfólks sveitarfélaga byggir á starfsmatskerfi. Þegar rýnt er í tölfræði um launamun kynjanna er mikilvægt að hafa í huga að tölur um óleiðréttan launamun segja ekki alla söguna. Ef atvinnutekjur karla og kvenna eru bornar saman kemur í ljós hversu miklu munar á launagreiðslum kynjanna. Þegar bætt er við breytunni vinnutími fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og ef bætt er við enn fleiri breytum á borð við menntunarstig, starf, atvinnugrein og tegund fyrirtækis til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Þetta getur reynst ruglingslegt, sérstaklega í ljósi þess að miklu getur munað á þessum mælingum. Það endurspeglaðist t.d. í tölum um launamun árið 2023 þegar munur á atvinnutekjum mældist 21,9%, óleiðréttur launamunur 9,3% og leiðréttur launamunur 3,6%. Það er þess vegna mikilvæg að átta sig á því hvað er verið að mæla hverju sinni. Það er til dæmis einkar mikilvægt við túlkun upplýsinga úr launagreiningum að skýra ekki launamuninn burt með þeim breytum sem valda honum. Sem dæmi má nefna að með því að nota atvinnugrein sem skýribreytu er t.d. horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra metin en hefðbundin karlastörf. Til að styðja við faglega og málefnalega umfjöllun um launamun kynjanna og verðmætamat starfa á kvennaári hefur Jafnlaunastofa boðið fjölmiðlafólki til klukkutíma samtals um þessi mál á morgun kl. 13. Nánari upplýsingar má finna á jafnlaunastofa.is. Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofnun.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar