Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2025 06:33 Selenskí ræddi við Fox News í gær og ef marka má ummæli hans fékk hann engin afgerandi svör um Tomahawk flaugarnar þegar hann talaði við Trump í síma á laugardag. Myndin er frá því í ágúst. Getty/Alex Wong Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við ríkismiðla í Rússlandi í gær að markverð tímamót væru að eiga sér stað, þar sem spenna væri að stigmagnast á alla kanta. Alexander Lukashenko, forseti Belarús og náin bandamaður Pútín, sagðist á sama tíma efa að Trump myndi láta af verða. „Ég held að við ættum að róa okkur hvað þetta varðar. Donald vinur okkar; stundum nálgast hann málin af hörku en svo er það taktíkin hans að slá aðeins af og taka skref til baka,“ sagði Lukashenko. Menn ættu ekki að taka orð Bandaríkjaforseta bókstaflega. Trump nefndi mögleikann á að senda Tomahawk flaugar til Úkraínu þegar hann ræddi við blaðamenn um borð í Air Force One á leið sinni til Mið-Austurlanda. „Það getur verið að ég ræði við hann,“ sagði Trump um Pútín. „Það getur verið að ég segi: Sjáðu til, ef það finnst ekki lausn á þessu þá sendi ég þeim Tomahawk flaugar.“ Trump sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta hafa beðið um Tomahawk flaugar í samtali á laugardag, þegar forsetarnir ræddu um frekari vopnasendingar. Bandaríkjaforseti sagði að ef svo færi að hann sendi Úkraínu langdrægar flaugar fæli það klárlega í sér stigmögnun. „Vilja þeir Tomahawk flaugum skotið í áttina að sér? Ég held ekki,“ sagði hann um Rússa. Trump sagði í síðustu viku að hann hefði „eiginlega“ þegar tekið ákvörðun hvað þetta varðaði. Pútín hefur fyrir sitt leyti varað Bandaríkjamenn við að taka það skref að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum til að gera árásir á Rússland.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira