Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 16:53 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Evgenia Novozhenina Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent