Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 11:50 Þingstörf vesthanhafs virðast í algjörum lamasessi og fátt getur komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins í næstu viku. AP/J. Scott Applewhite Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent