Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:54 Kimmel sagði aðför stjórnvalda gegn uppistöndurum and-bandaríska. Getty/Variety/John Nacion Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við. Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Kimmel sagði það aldrei hafa verið ætlun sína að gantast með dauða Kirk, né heldur hafi hann ætlað að kenna einhverjum ákveðnum hóp um morðið. Hann sagðist hafa skilning á því að einhverjum hafi fundist orð sín ótímabær eða óskýr. Þátturinn hans væri ekki mikilvægur þannig séð, en það væri hins vegar mikilvægt að fá að búa í landi þar sem þættir á borð við hans fengju að vera á dagskrá. Þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og þeim sem væru ósammála sér en styddu engu að síður rétt sinn til að deila skoðunum sínum. Jimmy Kimmel's full monologue tonight pic.twitter.com/sZI6uouUAd— Marlow Stern (@MarlowNYC) September 24, 2025 Disney og dreifingaraðilar Jimmy Kimmel Live! ákváðu að taka þáttinn af dagskrá um óákveðin tíma eftir að Kimmel sagði að MAGA-hreyfingin ynni nú ötullega að því að afsala sér ábyrgð á morðingjanum og á sama tíma, að skora pólitísk stig. Ákvörðunin virðist hafa verið endurskoðuð eftir að fjöldi þekktra einstaklinga í Hollywood, stéttarfélög og jafnvel Repúblikanar kölluðu eftir því að Kimmel yrði hleypt aftur á skjáinn. Kimmel notaði tækifærið í gær og skaut á Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem fagnaði mjög ákvörðun Disney. Forsetinn hefði gert sitt besta til að slaufa honum en þess í stað tryggt að milljónir myndu horfa á þáttinn. Þá hefði Trump gert það skýrt að hann vildi að hann, Kimmel, og fjöldi annarra misstu vinnuna. „Leiðtogi okkar fagnar því að Bandaríkjamenn missi vinnuna, bara af því að hann höndlar ekki að það sé gert grín að honum.“ Sjálfur harmaði Trump í gær endurkomu Kimmel og hafði í hótunum við ABC, sem er dótturfélag Disney. „Sjáum hvað við getum gert. Síðast gáfu þeir mér sextán milljónir dala. Þetta hljómar enn gróðavænlegra,“ sagði forsetinn á Truth Social og vísaði þar til sáttar sem náðist milli hans og ABC í fyrra. „Leyfum Jimmy Kimmel að rotna í slæmum áhorfstölum,“ bætti hann við.
Bandaríkin Donald Trump Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira