Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. september 2025 07:01 Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernað Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmlega 3.000 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Rússland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernað Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmlega 3.000 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun