Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Lovísa Arnardóttir skrifar 28. ágúst 2025 20:23 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag. Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Hann segir enn ekki marktækar tölur til um nýtingu og hvort notendum hafi fjölgað. Það taki stund fyrir fólk til að átta sig raunverulega á breytingunni og byrja að nýta sér strætó oftar. Jóhannes ræddi ýmislegt strætótengt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir aukna tíðni ekki tilraunaverkefni, heldur sé þetta komið til að vera. Þegar breytingarnar voru kynntar kom fram að einn tilgangur breytinganna væri að venja fólk við tíðari ferðum í aðdraganda Borgarlínunnar. „Það sem við heyrum er jákvætt,“ segir Jóhannes. Hann segir að með aukinni tíðni hafi það gerst að einhverjum vögnum seinki en aðrir séu fljótir og þeir fylgi því í raun hver öðrum. Það sé unnið að því að reyna að koma í veg fyrir þetta en umferðin hafi áhrif. Það sé alltaf lagað í næsta hring. Það sé þeirra von að með fleiri vögnum og meiri tíðni muni bílum fjölga hægar í umferðinni. Eins og fram hefur komið var í breytingunum tíðni margra leiða aukin þannig þeir aka nú á tíu mínútna fresti í stað fimmtán. Jóhannes segir notkun á strætó þokkalega. Á hverjum degi noti um 45 þúsund Strætó en hluti af því að notkuninni sé ekki meiri sé að áreiðanleikinn hafi ekki verið meiri. „Það eru fáar sérakreinar þó þeim hafi aðeins fjölgað núna, tíðnin hefur ekki verið nægilega góð, nú erum við að stíga skref inn í það að vera með meiri tíðni og fljótlega verður áreiðanleikinn meiri eftir því sem sérakgreinum fjölgar.“ Eftirlitsmenn í strætó fengu í fyrra heimild til að sekta þau sem ekki greiða fargjaldið. Hann segir slík mál koma reglulega upp. Fólk reyni að borga minna eða ekki neitt. Jóhannes segir ekki standa til að hækka verðið eins og er en það verði að koma í ljós. Þau reyni að hækka verðið aðeins í takt við vísitöluhækkanir en það hafi verið umfram það í heimsfaraldri Covid. Fargjaldastefnan í dag sé að hækka aðeins í takt við verðlag.
Strætó Borgarlína Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18 Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent. 13. ágúst 2025 13:18
Stórauka þjónustu Strætó í lok sumars Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er hluti af Samgöngusáttmálanum og rekstraráætlun Strætó og skref í átt að nýju leiðaneti, sem á að taka gildi árið 2031. 11. júní 2025 12:36