Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í dómsal í New York í fyrra. AP/Seth Wenig Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023. Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira