Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í dómsal í New York í fyrra. AP/Seth Wenig Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023. Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira