Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 11:11 Shakira þegar hún flutti lagið „Waka waka“ í Jóhannesarborg daginn fyrir opnunarleik HM árið 2010. Viðlagið var fengið beint úr þá tæplega aldarfjórðungsgömlu afrísku lagi. Vísir/EPA Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna. Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna.
Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41