Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 16:16 Selenskí verður ekki viðstaddur fund Trump og Pútín á föstudag en mun funda með Evrópuleiðtogum áður en þeir funda með Trump á miðvikudag. AP Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira