Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 21:04 Á Vance varaforseta að heyra er búið að ryðja helstu hindranir þriggja leiðtoga fundar úr vegi. AP J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“ Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira