Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 23:29 Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi árið 2018. AP Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni. Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni.
Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira