Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 23:29 Trump og Pútín takast í hendur í Helsinki í Finnlandi árið 2018. AP Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni. Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Næsta föstudag mætast Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti á sögulegum fundi í Alaskaríki í Bandaríkjunum þar sem þeir munu freista þess að ná einhvers konar samkomulagi um að binda enda á innrás Rússlands. Svo virðist sem að Trump hafi slakað á kröfum sínum í garð Pútíns en sá fyrrnefndi sagði við blaðamenn í gær að friðarsáttmáli ætti eftir að fela í sér „einhver býtti á landsvæði.“ Stríðsþreytu gætir í Úkraínu Selenskí svaraði þessum ummælum Trump skorinort og sagði það ekki koma til greina að Úkraína gæfi land sitt upp. Það hefur verið yfirlýst stefna Selenskí og ráðamanna þar í landi allt frá innrásar Rússa og ljóst er að það yrði ekki ýkja vinsælt ef Selenskí myndi gefa eftir nú. Að því sögðu er farið að gæta verulegrar stríðsþreytu í Úkraínu en niðurstöður nýrrar könnunar Gallup varpa ljósi á hve mikil hún er í raun orðin. Samkvæmt henni vilja rúmlega tveir þriðju hlutar Úkraínumanna semja um frið sem allra fyrst og aðeins 24 prósent kváðust vilja berjast til sigurs. Þar að auki virðist Trump líta á sig sem forseta friðar sem getur ekki talist ósanngjörn lýsing þar sem honum virðist hafa tekist að binda enda á áratugastyrjöld Asera og Armena síðast í gær ásamt því að hafa sætt Taílendinga og Kambódíumenn þegar landamæraskærur blossuðu upp þeirra á milli fyrir fáeinum vikum síðan. Forseti Aserbaídsjan vísaði meira að segja til forsetans sem eins hinna sælu friðflytjenda úr Fjallræðu Jesú Krists. Ráðamenn í Úkraínu og Evrópu óttast þó að samþykki hans við að útiloka Úkraínumenn frá fundinum og tilhneiging hans til skjótrar lausnar skapi meðvirkni í garð Pútíns. Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann engan friðarsáttmála koma að neinu gagni sem Úkraínumenn ættu ekki þátt í að semja. Slíkar ákvarðanir stríði beinlínis gegn friði frekar en að vinna að honum. Evrópa út undan Fundurinn í dag fór fram í Chevening í Kentsýslu og var hann haldinn að upplagi Bandaríkjamanna samkvæmt umfjöllun Guardian. Viðstaddir voru J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna, David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, Andríj Jermak aðstoðarmaður Selenskí forseta, Rústem Úmerov varnarmálaráðherra Úkraínu auk þjóðaröryggisráðgjöfum ónefndra Evrópuríkja. David Lammy utanríkisráðherra Bretlands t.v. og J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna t.h. hittust í Kentsýslu á Englandi í dag.AP Eftir fundinn sagði Lammy utanríkisráðherra að vegurinn til friðar í Úkraínu yrði ekki fetaður án Úkraínumanna. Um sama leyti í kvöld birtu leiðtogar Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands, Bretlands, Evrópusambandsins og Finnlands yfirlýsingu þar sem þeir undirstrikuðu hið sama. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess,“ segja leiðtogarnir í yfirlýsingu sinni.
Úkraína Bretland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent