„Komið nóg af áföllum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2025 20:30 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/ívar Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og Noregi, sem tekur gildi að öllu óbreyttu innan þriggja vikna. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi en sveitarstjórar Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna áforma ESB. Þingmenn Norðvesturkjördæmis funduðu vegna þessa með utanríkisráðherra í dag en samtal fer nú fram á milli ESB og Íslands vegna málsins. Baráttugleðin sé fyrir hendi Fyrsti þingmaður kjördæmisins ítrekar mikilvægi þess að taka stöðuna alvarlega eftir fund dagsins. „Baráttugleðin var fyrir hendi og það skiptir öllu máli en það er enn margt óunnið í málinu. Það er plan til staðar og það er verið að vinna samkvæmt því. Ísland hefur haldið sínum rökum fram í málinu og vonast auðvitað eftir því að þau muni hafa áhrif þannig að þessu verður að minnsta kosti breytt þannig að þetta verði í algjöru lágmarki.“ Ólafur segir að ef úr áformunum verður sé um enn eitt reiðarslagið að ræða fyrir atvinnulíf á Akranesi. „Það þýðir væntanlega samdrátt ef úr þessu verður. Og það eru auðvitað mjög slæm tíðindi fyrir nærsamfélagið. Við skulum segja að það sé komið nóg af áföllum í atvinnulífinu fyrir Akranes sérstaklega. Við megum ekki við meiru þar. HB Grandi (nú Brim) færði vinnsluna sína suður, við misstum mjög öflugt fyrirtæki, Skaginn 3x og fleira reyndar sem hefur á okkur dunið. Þetta væri enn ein viðbótin í það.“ Ákvörðunin sé brot gegn EES-samningnum Hann kveðst vongóður um að ágæt niðurstaða fáist úr samtali ESB og Íslands og segist sáttur við vinnu utanríkisráðherra til þessa. „Ég er mjög ánægður að hún hafi lýst því yfir að þetta sé brot á EES-samningnum sem ég tel að sé rétt. Og halda því til haga á öllum tímapunktum og í öllu samtali. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það áfram og nota öll þau rök sem hníga að því að þetta eigi ekki við um Ísland.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Hvalfjarðarsveit Akranes Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira