„Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Donald Trump segir að Macron sé fínn gaur en það sem hann hafi að segja um sjálfstætt ríki Palestínu skipti engu máli. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Frakklands að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki skipti engu máli. Það skipti í sjálfu sér engu máli það sem Macron eða Frakkland segi um málið. Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025 Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025
Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira