„Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Donald Trump segir að Macron sé fínn gaur en það sem hann hafi að segja um sjálfstætt ríki Palestínu skipti engu máli. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Frakklands að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki skipti engu máli. Það skipti í sjálfu sér engu máli það sem Macron eða Frakkland segi um málið. Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025 Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025
Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Sjá meira