Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2025 09:54 Löng hefð er fyrir því í Kreml að nýta svonefnda „nytsama bjána“ í vestrænum ríkjum til ýmissa verka. Vísir/Getty Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum. Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum.
Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Sjá meira