„Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Agnar Már Másson skrifar 2. júlí 2025 16:55 Bryndís Haraldsdóttir hefur verið mjög virk í umræðum um veiðigjöldin. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal. „Jú, jú, þetta er orðið málþóf,“ svaraði Bryndís aðspurð í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Mér finnst ekkert gaman að vera í málþófi en þetta er málþóf.“ Þú viðurkennir það alveg? „Já, já, ég viðurkenni það alveg. Ég er komin í hvað, tuttugu og sex ræður? Þetta er málþóf“ Gömul skoðanagrein Bryndísar frá 2019, þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu, er í dag mest lesna skoðanagreinin á Vísi þar sem hún sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Skipti um skoðun á grein 71 Grein Bryndísar hefur verið rifjuð upp í samhengi við umræðu um breytingar á veiðigjöldum á Alþingi sem er orðin að þriðju lengstu umræðu síðari ára á þinginu. Stjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf á meðan stjórnarandstaðan segjast ekki geta hleypt illa undirbúnu stórmáli fyrir þjóðina í gegn umræðulaust. Hún segist í dag hafa skipt um skoðun og vill ekki að þessari grein verði beitt í dag. „Við skulum muna hvað gerðist þarna. Þessari grein var ekki beitt. Það var samið.“ Þar velti hún fyrir sér beitingu 71. greinar þingskapalaga sem heimilar forseta þingsins að takmarka umræður eins og sjá má að neðan. 71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
„Jú, jú, þetta er orðið málþóf,“ svaraði Bryndís aðspurð í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Mér finnst ekkert gaman að vera í málþófi en þetta er málþóf.“ Þú viðurkennir það alveg? „Já, já, ég viðurkenni það alveg. Ég er komin í hvað, tuttugu og sex ræður? Þetta er málþóf“ Gömul skoðanagrein Bryndísar frá 2019, þegar þriðji orkupakkinn var til umræðu, er í dag mest lesna skoðanagreinin á Vísi þar sem hún sagði að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Skipti um skoðun á grein 71 Grein Bryndísar hefur verið rifjuð upp í samhengi við umræðu um breytingar á veiðigjöldum á Alþingi sem er orðin að þriðju lengstu umræðu síðari ára á þinginu. Stjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf á meðan stjórnarandstaðan segjast ekki geta hleypt illa undirbúnu stórmáli fyrir þjóðina í gegn umræðulaust. Hún segist í dag hafa skipt um skoðun og vill ekki að þessari grein verði beitt í dag. „Við skulum muna hvað gerðist þarna. Þessari grein var ekki beitt. Það var samið.“ Þar velti hún fyrir sér beitingu 71. greinar þingskapalaga sem heimilar forseta þingsins að takmarka umræður eins og sjá má að neðan. 71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
71. grein þingskaparlaga Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira