Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Álagsgreiðslan sem Karl Gauti fékk áður fyrir störf varaforseta fara nú í vasa flokksbróður hans Bergþórs. Vísir Hlutverkaskipti þingmanna í hinum ýmsu nefndum á Alþingi hafa ekki aðeins áhrif á stöðu þingmanna og hlutverk þeirra á þinginu heldur einnig á launatékka þeirra. Þannig má gera ráð fyrir að laun Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, lækki um tæpar 250 þúsund krónur á mánuði eftir að hann vék sem þriðji varaforseti þingsins í fyrradag. Á móti hækka laun Bergþórs Ólasonar sem tók sætið í stað Karls Gauta. Laun þingmanna fara á hreyfingu í hvert sinn sem þeir gera ákveðin sætaskipti þar sem sérstak álag er greitt á laun fyrir ákveðin hlutverk í þinginu. Ofan á hefðbundið þingfararkaup fá þingmenn greitt álag, til að mynda ef þeir gegna þingflokksformennsku, formennsku í fastanefndum eða varaforsetastörfum. Samkvæmt lögum um þingfararkaup reiknast fastar álagsgreiðslur sem ákveðið hlutfall af föstum launum. „Þetta gildir um þá þingmenn sem gegna störfum varaforseta, formanna þingflokka og nefndarformanna, en þeir fá greitt 15% álag á föst laun. Jafnframt fær 1. varaformaður nefndar 10% álag á föst laun og 2. varaformaður fær 5% álag. Þá fær formaður flokks sem ekki er ráðherra greitt 50% álag á laun. Enginn, að undanskildum varaforsetum Alþingis, getur fengið nema eina álagsgreiðslu,“ segir um álagsgreiðslurnar á vef Alþingis. „Hlýðinn“ Karl Gauti tekur á sig launalækkun Venjulegt þingfararkaup er nú 1.611.288 krónur á mánuði en það þýðir að álagsgreiðsla fyrir störf varaforseta nemur 241.693 krónum á mánuði. Þessar tekjur missir Karl Gauti þegar hann er ekki lengur þriðji varaforseti þingsins. Þannig fara tekjur hans úr 1.852.981 krónum á mánuði niður í strípað þingfararkaup. Álag fyrir störf þingflokksformanns er það sama, en þess má geta að Bergþór Ólason varð af þeim tekjum þegar hann sagði af sér þingflokksformennsku sem Sigríður Andersen tók síðar við. Nú þegar Bergþór hefur hins vegar tekið sæti Karls Gauta í forsætisnefnd ættu laun Bergþórs að hækka aftur til jafns við það álag sem hann fékk fyrir þingflokksformennsku. Karl Gauti sagði í samtali við Vísi í gær að stólaskiptin hafi einfaldlega borið að með þeim hætti að Bergþór hafi hætt sem þingflokksformaður og fært sig yfir í forsætisnefnd. „Ég hlýði bara,“ svaraði Karl Gauti, spurður hvort hann væri sáttur við ráðstöfunina. Hringekjan hófst í aðdraganda varaformannskjörs Áður en Sigríður Andersen tók við þingflokksformennsku fékk hún greiddar rúmar 80 þúsund krónur í álag á mánuði sem annar varaformaður velferðarnefndar. Nú eftir að hún er tekin við þingflokksformennsku má ætla að álagsgreiðslan til hennar hækki í rúmar 240 þúsund krónur. Karl Gauti, sem er varaformaður þingflokks Miðflokksins, fór með hlutverk þingflokksformanns eftir að Bergþór sagði sig frá því og þangað til Sigríður Andersen tók við. Vísir/Anton Brink Líkt og kunnugt er bauð Bergþór sig fram til varaformanns Miðflokksins en dró framboð sitt síðar til baka. Snorri Másson var kjörinn í embættið þegar hann hafði betur en Ingibjörg Davíðsdóttir sem hélt sínu varaformannsframboði til streitu. Ólafur hækkar í launum á kostnað Hildar Sé tekið annað nýlegt dæmi má sömu sögu segja um laun Hildar Sverrisdóttur sem lækka eftir að henni var skipt út sem þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Adolfsson fær í staðinn meira útborgað eftir að hann tók við keflinu. Hins vegar er Hildur fimmti varaforseti þingsins og fær þannig áfram álagsgreiðslu fyrir það. Hildur Sverrisdóttir var á hærri launum á meðan hún var þingflokksformaður.Vísir/Vilhelm Þannig voru laun Hildar 2.094.674 á mánuði framan af ári á meðan hún fékk bæði greitt álag fyrir þingflokksformennsku og fyrir að gegna hlutverki varaforseta. Nú þegar Ólafur hefur tekið þingflokksformennsku við má gera ráð fyrir að laun hennar hafi lækkað um sem nemur 241.693 krónum á mánuði en laun Ólafs hækkað um sömu upphæð. Ólafur Adolfsson tók við þingflokksformennsku af Hildi í haust.Vísir/Anton Brink Aðrar greiðslur vegna kostnaðar ótaldar Þess skal getið að þær upphæðir sem hér eru nefndar miða við þingfararkaup og álagsgreiðslur, en greiðslur vegna annars kostnaðar og fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur hafa ekki verið teknar með inn í reikninginn hér. Upplýsingar um laun þingmanna, álgasgreiðslur og aðrar greiðslur vegna kostnaðar má nálgast á vef Alþingis. Rétt er að nefna að nýjustu upplýsingar um greidd laun þingmanna sem birtar hafa verið á vef þingsins eru frá júlí 2025. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Kjaramál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Ofan á hefðbundið þingfararkaup fá þingmenn greitt álag, til að mynda ef þeir gegna þingflokksformennsku, formennsku í fastanefndum eða varaforsetastörfum. Samkvæmt lögum um þingfararkaup reiknast fastar álagsgreiðslur sem ákveðið hlutfall af föstum launum. „Þetta gildir um þá þingmenn sem gegna störfum varaforseta, formanna þingflokka og nefndarformanna, en þeir fá greitt 15% álag á föst laun. Jafnframt fær 1. varaformaður nefndar 10% álag á föst laun og 2. varaformaður fær 5% álag. Þá fær formaður flokks sem ekki er ráðherra greitt 50% álag á laun. Enginn, að undanskildum varaforsetum Alþingis, getur fengið nema eina álagsgreiðslu,“ segir um álagsgreiðslurnar á vef Alþingis. „Hlýðinn“ Karl Gauti tekur á sig launalækkun Venjulegt þingfararkaup er nú 1.611.288 krónur á mánuði en það þýðir að álagsgreiðsla fyrir störf varaforseta nemur 241.693 krónum á mánuði. Þessar tekjur missir Karl Gauti þegar hann er ekki lengur þriðji varaforseti þingsins. Þannig fara tekjur hans úr 1.852.981 krónum á mánuði niður í strípað þingfararkaup. Álag fyrir störf þingflokksformanns er það sama, en þess má geta að Bergþór Ólason varð af þeim tekjum þegar hann sagði af sér þingflokksformennsku sem Sigríður Andersen tók síðar við. Nú þegar Bergþór hefur hins vegar tekið sæti Karls Gauta í forsætisnefnd ættu laun Bergþórs að hækka aftur til jafns við það álag sem hann fékk fyrir þingflokksformennsku. Karl Gauti sagði í samtali við Vísi í gær að stólaskiptin hafi einfaldlega borið að með þeim hætti að Bergþór hafi hætt sem þingflokksformaður og fært sig yfir í forsætisnefnd. „Ég hlýði bara,“ svaraði Karl Gauti, spurður hvort hann væri sáttur við ráðstöfunina. Hringekjan hófst í aðdraganda varaformannskjörs Áður en Sigríður Andersen tók við þingflokksformennsku fékk hún greiddar rúmar 80 þúsund krónur í álag á mánuði sem annar varaformaður velferðarnefndar. Nú eftir að hún er tekin við þingflokksformennsku má ætla að álagsgreiðslan til hennar hækki í rúmar 240 þúsund krónur. Karl Gauti, sem er varaformaður þingflokks Miðflokksins, fór með hlutverk þingflokksformanns eftir að Bergþór sagði sig frá því og þangað til Sigríður Andersen tók við. Vísir/Anton Brink Líkt og kunnugt er bauð Bergþór sig fram til varaformanns Miðflokksins en dró framboð sitt síðar til baka. Snorri Másson var kjörinn í embættið þegar hann hafði betur en Ingibjörg Davíðsdóttir sem hélt sínu varaformannsframboði til streitu. Ólafur hækkar í launum á kostnað Hildar Sé tekið annað nýlegt dæmi má sömu sögu segja um laun Hildar Sverrisdóttur sem lækka eftir að henni var skipt út sem þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Adolfsson fær í staðinn meira útborgað eftir að hann tók við keflinu. Hins vegar er Hildur fimmti varaforseti þingsins og fær þannig áfram álagsgreiðslu fyrir það. Hildur Sverrisdóttir var á hærri launum á meðan hún var þingflokksformaður.Vísir/Vilhelm Þannig voru laun Hildar 2.094.674 á mánuði framan af ári á meðan hún fékk bæði greitt álag fyrir þingflokksformennsku og fyrir að gegna hlutverki varaforseta. Nú þegar Ólafur hefur tekið þingflokksformennsku við má gera ráð fyrir að laun hennar hafi lækkað um sem nemur 241.693 krónum á mánuði en laun Ólafs hækkað um sömu upphæð. Ólafur Adolfsson tók við þingflokksformennsku af Hildi í haust.Vísir/Anton Brink Aðrar greiðslur vegna kostnaðar ótaldar Þess skal getið að þær upphæðir sem hér eru nefndar miða við þingfararkaup og álagsgreiðslur, en greiðslur vegna annars kostnaðar og fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur hafa ekki verið teknar með inn í reikninginn hér. Upplýsingar um laun þingmanna, álgasgreiðslur og aðrar greiðslur vegna kostnaðar má nálgast á vef Alþingis. Rétt er að nefna að nýjustu upplýsingar um greidd laun þingmanna sem birtar hafa verið á vef þingsins eru frá júlí 2025.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Kjaramál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira