Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 16:01 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg. Dómarar þar færðu sitjandi forseta stóran sigur í hendur í dag. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira