Eigandi Bjargar í áfalli en vonast til að bjarga fötum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2025 13:15 Glerbrot má sjá á víð og dreif á götunni eftir eldsvoða næturinnar. Kristinn vonar að hægt verði að bjarga eitthvað af fötum efnalaugarinnar. Eigandi Efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut sem brann í nótt segist vera í áfalli eftir nóttina. Um fjölskyldufyrirtæki er að ræða og segir hann mestu máli skipta að hlúa að starfsfólki en hann vonast til þess að hægt verði að bjarga einhverjum fötum sem voru þar til hreinsunar. Líkt og fram hefur komið barst slökkviliðinu tilkynning um eldinn klukkan tvö í nótt. Slökkvistarfi lauk um tveimur tímum síðar en glerbrot má sjá á víða og dreif fyrir utan efnalaugina. Vettvangsrannsókn er nú í gangi samkvæmt upplýsingum frá Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og liggur ekkert fyrir um upptök eldsins. Kristinn Kristinsson eigandi efnalaugarinnar segist eðli málsins samkvæmt í áfalli. „Þetta er svakalegt áfall og mikið sjokk. Mikilvægast núna er að hlúa að starfsfólkinu og fjölskyldunni. Við erum afar þakklát fyrir það að slökkviliðið var fljótt á staðinn og fegin að það reyndust engin hættuleg efni til staðar þarna.“ Efnalaugin Björg hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1953. Þá hefur hún verið til staðar á Háaleitisbraut í rúm sextíu ár, frá árinu 1967. Kristinn segist ekki hafa fengið að mæta í efnalaugina í dag, enda sé vettvangur til rannsóknar lögreglu. „En manni hefur sýnst vera fatnaður þarna inni sem er heill, sem þá er vonandi hægt að þrífa.“ Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira
Líkt og fram hefur komið barst slökkviliðinu tilkynning um eldinn klukkan tvö í nótt. Slökkvistarfi lauk um tveimur tímum síðar en glerbrot má sjá á víða og dreif fyrir utan efnalaugina. Vettvangsrannsókn er nú í gangi samkvæmt upplýsingum frá Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og liggur ekkert fyrir um upptök eldsins. Kristinn Kristinsson eigandi efnalaugarinnar segist eðli málsins samkvæmt í áfalli. „Þetta er svakalegt áfall og mikið sjokk. Mikilvægast núna er að hlúa að starfsfólkinu og fjölskyldunni. Við erum afar þakklát fyrir það að slökkviliðið var fljótt á staðinn og fegin að það reyndust engin hættuleg efni til staðar þarna.“ Efnalaugin Björg hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1953. Þá hefur hún verið til staðar á Háaleitisbraut í rúm sextíu ár, frá árinu 1967. Kristinn segist ekki hafa fengið að mæta í efnalaugina í dag, enda sé vettvangur til rannsóknar lögreglu. „En manni hefur sýnst vera fatnaður þarna inni sem er heill, sem þá er vonandi hægt að þrífa.“
Slökkvilið Reykjavík Verslun Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldursvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Sjá meira