Læknir játar að hafa gefið Perry ketamín Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 08:42 Perry glímdi við fíkn í marga áratugi en var sagður á góðu róli þegar hann lést. Getty/Phillip Faraone Læknir sem var ákærður fyrir að hafa útvegað leikaranum Metthew Perry ketamín í sama mánuði og hann lést ætlar að játa sök í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum. Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkissaksóknarar í Bandaríkjunum sendu frá sér í gær og Guardian hefur eftir. Læknirinn Salvador Plasencia sé ákærður í fjórum ákæruliðum og muni játa sök í þeim öllum á næstu vikum. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Auk Plasencia hafa fjórir verið ákærðir fyrir að hafa átt aðkomu að andláti Perry, þar á meðal læknirinn Mark Chavez. Hann rak læknastöð þar sem hann hafði milligöngu um sölu á ketamíni til Plasencia sem afhenti leikaranum lyfið. Chavez hefur þegar játað sök í málinu. Aðstoðarmaður Perry kom að honum látnum í nuddpotti á heimili hans í október 2023. Við krufningu fannst mikið magn ketamíns í blóði Perry, sem var talið að hefði dregið hann til dauða. Skömmu fyrir andlátið er Perry sagður hafa sóst í meira ketamín en læknirinn hans vildi útvega honum. Þá hafi hann haft upp á Plasencia, sem bað Chavez um að útvega sér lyfið. „Hvað ætli þessi hálfviti sé tilbúinn að borga,“ á Plasencia að hafa sent á Chavez í smáskilaboðum á þeim tíma samkvæmt dómskjölum. Sama dag eru þeir sagðir hafa hist og Chavez afhent Plasencia að minnsta kosti fjórar lyfjaflöskur af ketamíni. Þá er Plasencia sagður hafa rukkað Perry 4,500 Bandaríkjadali fyrir efnin, sem samsvara hátt í 600 þúsund krónum.
Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Fíkn Tengdar fréttir Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07 Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 15. ágúst 2024 18:07
Kanna hvar Perry fékk ketamínið Rannsakendur lögreglunnar í Los Angeles, Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna og bandaríska póstsins vinna nú að því að komast að því hvaðan leikarinn Matthew Perry fékk ketamínið sem dró hann til dauða í fyrra. Perry fannst látinn í sundlaug sinni í Los Angeles í október í fyrra og fannst mikið magn ketamíns í líkama hans. 21. maí 2024 21:42
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent