Launahækkunin mun fara í gegn en kerfið endurskoðað í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 12:07 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana en vill frekar ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu, frekar en að leita í tímabundna lausn rétt fyrir lok þings. Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira