Fundinum lokið án niðurstöðu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 12:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ívar/Vilhelm Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fleiri fréttir Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Sjá meira