Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 20:25 Líf Magneudóttir er fulltrúi VG í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak. Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa. Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík birti umsögn í samráðsgátt borgarinnar þar sem því er beint til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, Lífar Magneudóttur væntanlega þar á meðal, að endurskoða tillögur um umbætur í náms og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík. Félagið telur tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fólgnar í viðamiklum gjaldskrárhækkunum fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Í breytingum borgarinnar felst meðal annars afsláttur fyrir foreldra sem sækja börn fyrir klukkan 14 á föstudögum og ókeypis maímánuður fyrir fjölskyldur sem nýta ekki þjónustuna milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska. Þetta hefur verið kallað Reykjavíkurleiðin og hefur verið borið saman við „Kópavogsmódelið“. Komi niður á tekjuminni VG bendir á að foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geti trauðla nýtt sér afsláttakerfið. Þetta hafa fulltrúar minnihlutans einnig bent á. Enn fremur nefna VG-liðar að tillögurnar hafi ekki farið í gegnum jafnréttisskimun, foreldrar hafi ekki fengið upplýsingar um hvort að greiningar hafi verið gerðar til að meta hvað þyrfti til að bæta mönnun á leikskólum eða koma til móts við breytingar á styttingu vinnuvikunnar, sem og auknum margbreytileikaáskorunum innan leikskólanna. „Það er stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að vera vel fjármagnað af hinu opinbera, öll börn skuli eiga kost á leikskólavist, stefna eigi að gjaldfrjálsum leikskólum og að mönnun og aðstaða innan leikskóla sé góð. Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir. Þau eru ekki í mismunandi liðum,“ skrifa VG-liðar í Reykjavík. Fram kemur að tillögurnar séu settar fram á grundvelli þverpólitísks samstarfs sem kvarnaðist hafi samdægurs og tillögurnar voru kynntar og fulltrúar minnihlutans í borginni voru fljót að hlaupa frá borði. Það væri því eðlilegt að tillögur, sem njóta ekki þverpólitísks Enginn hafi kosið þessa tillögu Vinstri grænir í Reykjavík vilja þá að fallið verði frá tillögunum um aukna gjaldtöku og afslætti sem útiloka þau sem síst skyldi. „Það er enn fremur virðing við lýðræðið að svo miklar breytingar á leikskólakerfinu fari ekki fram örfáum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar, heldur bjóði framboð í borginni fram sína stefnu í leikskólamálum í vor og kjósendur í Reykjavík fái þá að kjósa um þá stefnu í leikskólamálum sem hugnast þeim best. Enginn hefur kosið þá tillögu sem liggur til grundvallar í samráði núna. Þó staðan sé víða þung í leikskólamálum sé hún mismunandi milli skóla. Félagið leggur frekar til að sem bráðaaðgerð verði leikskólastjórnendum gert heimilt að ráða fleira starfsfólk inn — þá með breytingum á ráðningarheimildum — og að farið verði í ráðningarátak með stuðningi frá stoðþjónustu skóla- og frístundasviðs, sem fái einnig heimild til að fjölga fólki innan sinna raða vegna þessa.
Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira