Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2025 13:00 Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags. Axel Þórhallsson Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. Í gærkvöldi voru þrír þingmenn Viðreisnar með opinn fund á Akureyri. Fulltrúar tæknifyrirtækisins Vélfags mættu á fundinn og um langt skeið snerist hann eingöngu um málefni félagsins, en það hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla eiganda félagsins við stjórnvöld í Rússlandi. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, segir erfitt að reka fyrirtækið í gegnum þetta. „Það er starfsemi en hún er undir mjög þröngri stjórn Utanríkisráðuneytisins. Bæði hvað varðar samninga sem við megum gera og hvað við megum borga fyrir. Þannig í rauninni er fyrirtækið rekið nánast af ráðuneytinu eins og er,“ segir Alfreð. Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigmar Guðmundsson og Ingvar Þóroddsson, þingmenn Viðreisnar, voru til svara á fundinum.Axel Þórhallsson Segjast hafa svarað öllu Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum um hvernig þeir losni undan þvingunum en fengið fá svör. „Það virðist eins og það hvíli svo mikil leynd yfir þessu að við sem rekum fyrirtækið fáum heldur engin svör. Við vitum ekki hvað vantar, við erum búin að senda öll gögn. Margsinnis. Það er búið að svara öllum fyrirspurnum,“ segir Alfreð. Starfsmönnum Vélfags var heitt í hamsi, þó svo að umræðurnar hafi verið afar málefnalegar að sögn þingmannanna sem ræddu við þá.Axel Þórhallsson Hitafundur, en málefnalegur Þeir hafi viljað vekja athygli á sinni stöðu, enda þingmennirnir í flokki utanríkisráðherra. Varð einhver hiti þarna á fundinum? „Já, við vorum frekar æstir. Við létum klárlega heyra í okkur,“ segir Alfreð. Vélfagsteymið sem sótti fundinn.Axel Þórhallsson Mér var bent á að þið hefðuð tekið yfir fundinn, gerðist það? „Já, við tókum yfir góðan tíma í byrjun. Ég hafði hugsað mér að taka allan fundinn en af tillitsemi við aðra fundargesti reyndum við að hemja okkur aðeins.“ Gott spjall við Vélfagsmenn Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, var á fundinum og segir í samtali við fréttastofu spjallið við Vélfagsmenn hafa verið gott. Þingmennirnir taki þetta til sín og skoði málið nánar, en bendir á að málið komi ekki til með að fara í gegnum þingið, heldur verður það innan ráðuneytisins. Séu stjórnvöld að brjóta lög verði það að fara í gegnum dómstóla, en félagið hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Akureyri Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Í gærkvöldi voru þrír þingmenn Viðreisnar með opinn fund á Akureyri. Fulltrúar tæknifyrirtækisins Vélfags mættu á fundinn og um langt skeið snerist hann eingöngu um málefni félagsins, en það hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla eiganda félagsins við stjórnvöld í Rússlandi. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, segir erfitt að reka fyrirtækið í gegnum þetta. „Það er starfsemi en hún er undir mjög þröngri stjórn Utanríkisráðuneytisins. Bæði hvað varðar samninga sem við megum gera og hvað við megum borga fyrir. Þannig í rauninni er fyrirtækið rekið nánast af ráðuneytinu eins og er,“ segir Alfreð. Eiríkur Björn Björgvinsson, Sigmar Guðmundsson og Ingvar Þóroddsson, þingmenn Viðreisnar, voru til svara á fundinum.Axel Þórhallsson Segjast hafa svarað öllu Forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ítrekað óskað eftir upplýsingum um hvernig þeir losni undan þvingunum en fengið fá svör. „Það virðist eins og það hvíli svo mikil leynd yfir þessu að við sem rekum fyrirtækið fáum heldur engin svör. Við vitum ekki hvað vantar, við erum búin að senda öll gögn. Margsinnis. Það er búið að svara öllum fyrirspurnum,“ segir Alfreð. Starfsmönnum Vélfags var heitt í hamsi, þó svo að umræðurnar hafi verið afar málefnalegar að sögn þingmannanna sem ræddu við þá.Axel Þórhallsson Hitafundur, en málefnalegur Þeir hafi viljað vekja athygli á sinni stöðu, enda þingmennirnir í flokki utanríkisráðherra. Varð einhver hiti þarna á fundinum? „Já, við vorum frekar æstir. Við létum klárlega heyra í okkur,“ segir Alfreð. Vélfagsteymið sem sótti fundinn.Axel Þórhallsson Mér var bent á að þið hefðuð tekið yfir fundinn, gerðist það? „Já, við tókum yfir góðan tíma í byrjun. Ég hafði hugsað mér að taka allan fundinn en af tillitsemi við aðra fundargesti reyndum við að hemja okkur aðeins.“ Gott spjall við Vélfagsmenn Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, var á fundinum og segir í samtali við fréttastofu spjallið við Vélfagsmenn hafa verið gott. Þingmennirnir taki þetta til sín og skoði málið nánar, en bendir á að málið komi ekki til með að fara í gegnum þingið, heldur verður það innan ráðuneytisins. Séu stjórnvöld að brjóta lög verði það að fara í gegnum dómstóla, en félagið hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu.
Akureyri Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Tengdar fréttir Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50 Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43 Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Vélfag stefnir ríkinu Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka. 22. september 2025 15:50
Tengist ekki skuggaflota Rússlands Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. 23. júlí 2025 15:43
Eigandi Vélfags segir vinnubrögð ráðuneytisins ekki vera eðlilega stjórnsýslu Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni. 9. október 2025 15:51