Krefst fimm prósenta til varnarmála: „Allir þurfa að leggja hönd á plóg“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 08:08 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO. NATO Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins verða að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Þá verður Evrópa og Kanada að hætta að reiða sig á hermátt Bandaríkjanna og standa á eigin fótum. Þetta er meðal þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann mætti á ráðherrafund NATO sem fram fer í Brussel í dag. Hann ávarpaði blaðamenn við hlið Mark Rutte, framkvæmdastjóra bandalagsins, og sagðist koma á fundinn með skýr skilaboð. Hegseth lofaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að blása nýju lífi í NATO og fá aðildarríki til að verja meira til varnarmála. Hann sagði NATO þurfa að sýna fælingarmátt og halda friði gegnum styrkleika. Ríki NATO gætu þó ekki lengur reitt sig á Bandaríkin að eins miklu leyti. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Hegseth. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. „Þetta getur ekki allt snúist um fánana sem við elskum. Þetta verður að snúast um þær fylkingar sem við eigum. Það er aflið sem hefur fælingarmátt.“ Hegsseth sagði einnig að Bandaríkjamenn væru stoltir af þátttöku þeirra í NATO og af því að standa með bandamönnum þeirra en þeir gætu ekki staðið einir og bandamennirnir þyrftu að bæta getu sína. Innviðir taldir með Fastlega er búist við því að varnarmálaráðherrar NATO muni samþykkja í dag að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Lokaákvörðun verður svo tekin á leiðtogafundi í Haag seinna í júní. Það er viðmið sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en þó nokkur aðildarríki ná því viðmiði ekki. Líklegt er að til að ná þessum fimm prósentum verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032 en við það bætist 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ sagði Kristrún. Stefnt á mikla hernaðaruppbyggingu Ríki Evrópu stefna á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum, meðal annars vegna ógnar frá Rússlandi og vegna ótta um að ekki sé lengur hægt að reiða á aðstoð Bandaríkjanna, eins og Evrópa hefur lengi gert. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að heimila aðildarríkjum að nota hundruð milljarða evra sem liggja í neyðaraðstoðarsjóðum vegna faraldurs Covid til varnarmála. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og átti að nota hann til að bæta upp hægagang sem myndaðist á hagkerfum víða um heim vegna faraldursins. Í hann voru settar um 650 milljarðar evra en um helmingur peninganna er þar enn, samkvæmt frétt Politico. NATO Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hernaður Tengdar fréttir Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þetta er meðal þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann mætti á ráðherrafund NATO sem fram fer í Brussel í dag. Hann ávarpaði blaðamenn við hlið Mark Rutte, framkvæmdastjóra bandalagsins, og sagðist koma á fundinn með skýr skilaboð. Hegseth lofaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að blása nýju lífi í NATO og fá aðildarríki til að verja meira til varnarmála. Hann sagði NATO þurfa að sýna fælingarmátt og halda friði gegnum styrkleika. Ríki NATO gætu þó ekki lengur reitt sig á Bandaríkin að eins miklu leyti. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Hegseth. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. „Þetta getur ekki allt snúist um fánana sem við elskum. Þetta verður að snúast um þær fylkingar sem við eigum. Það er aflið sem hefur fælingarmátt.“ Hegsseth sagði einnig að Bandaríkjamenn væru stoltir af þátttöku þeirra í NATO og af því að standa með bandamönnum þeirra en þeir gætu ekki staðið einir og bandamennirnir þyrftu að bæta getu sína. Innviðir taldir með Fastlega er búist við því að varnarmálaráðherrar NATO muni samþykkja í dag að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Lokaákvörðun verður svo tekin á leiðtogafundi í Haag seinna í júní. Það er viðmið sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en þó nokkur aðildarríki ná því viðmiði ekki. Líklegt er að til að ná þessum fimm prósentum verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032 en við það bætist 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ sagði Kristrún. Stefnt á mikla hernaðaruppbyggingu Ríki Evrópu stefna á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum, meðal annars vegna ógnar frá Rússlandi og vegna ótta um að ekki sé lengur hægt að reiða á aðstoð Bandaríkjanna, eins og Evrópa hefur lengi gert. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að heimila aðildarríkjum að nota hundruð milljarða evra sem liggja í neyðaraðstoðarsjóðum vegna faraldurs Covid til varnarmála. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og átti að nota hann til að bæta upp hægagang sem myndaðist á hagkerfum víða um heim vegna faraldursins. Í hann voru settar um 650 milljarðar evra en um helmingur peninganna er þar enn, samkvæmt frétt Politico.
NATO Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hernaður Tengdar fréttir Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57
Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30