Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 11:58 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Leiðangur þess er einn af þeim sem repúblikanar í Bandaríkjunum vilja stöðva. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Athuganastöðin sem greindi þyngdarbylgjur í fyrsta skipti verður lömuð og fjöldi þekktra rannsóknarleiðangra í sólkerfinu stöðvaðir ef óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög næsta árs verða að veruleika. Niðurskurðinum er líkt við útrýmingu vísinda í Bandaríkjunum. Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu. Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu.
Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira