Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 23. maí 2025 08:32 Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landhelgisgæslan Njáll Trausti Friðbertsson Akureyri Akureyrarflugvöllur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun