Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 23. maí 2025 08:32 Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landhelgisgæslan Njáll Trausti Friðbertsson Akureyri Akureyrarflugvöllur Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Því ber að fagna að ríkisstjórn Íslands hafi borið gæfa til að setja fjármuni í fasta starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Akureyri, eitthvað sem ég hef barist fyrir sem þingmaður Norðausturkjördæmis undanfarin ár. Nú síðast lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis í mars sl. Lítið hafði frést af þessum máli þar til ég las á hinni ágætu fréttasíðu okkar Akureyringa, akureyri.net, að Kristrún Frostadóttir staðfesti á morgunfundi í kaffiteríu Akureyrarflugvallar að búið væri að samþykkja frambúðar viðbótarfjárveitingu sem gæti m.a. farið í að fjármagna viðveru áhafna. Þegar ég hóf að tala fyrir þessu á Alþingi fyrir nokkrum árum var það einkum vegna öryggis landsbyggðarinnar, jafnræði í aðgengi að björgunarþjónustu og nauðsyn þess að stytta viðbragðstíma í neyð. En nú hafa bæst við sterkari rök. Á síðustu árum hafa flotaheimsóknir, herskip og jafnvel kjarnorkukafbátar gert sig heimakomna á Eyjafirði. Norðausturhornið er ekki lengur jaðar – það er orðið miðpunktur í alþjóðlegri athygli. Það liggur fyrir að til staðar eru öflugir innviðir á Akureyri – flugvirkjar, heilbrigðisstarfsfólk, sérsveit, og jafnvel núverandi flugstjórar Landhelgisgæslunnar sem búa í nærsveitum. Þess vegna er bæði hagkvæmt og skynsamlegt að staðsetja þar þyrlu. Þetta er ekki bara málefni Norðurlands, heldur þjóðaröryggismál. Þó enginn stjórnarliði úr flokki forsætisráðherra hafi tekið þátt í umræðunni þegar ég mælti fyrir þessu á Alþingi fyrir tveimur mánuðum síðan var fólk greinilega að hlusta og tökum við Norðlendingar þessum fréttum fagnandi. Þó þetta sé löngu tímabær aðgerð er mikilvægt að gert verði ráð fyrir þessari fjárveitingu í nýrri fjármálaáætlun 2026-2030 og síðan í fjárlögum fyrir árið 2026. Það er vonandi að þyrlan fái að fljúga norður og þetta hafi ekki bara verið orðin tóm í tilefni dagsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun