Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 20:22 Hæstiréttur hefur ákveðið að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira