Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 20:22 Hæstiréttur hefur ákveðið að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels