Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 20:22 Hæstiréttur hefur ákveðið að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi segir að málið hafi lotið að kröfu flugumferðarstjórans um að viðurkennt yrði að Isavia hefði verið óheimilt að binda enda á störf hans hjá félaginu á grundvelli tiltekinnar greinar í kjarasamningi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia frá árinu 2011, sem síðar hefði verið framlengdur með tilgreindum breytingum á árunum 2016, 2020 og 2021. Héraðsdómur og Landsréttur ósammála Héraðsdómur hefði sýknað Isavia af kröfum flugumferðarstjórans en Landsréttur hins vegar talið kjarasamningsákvæðið ekki veita því stoð að binda enda á störf flugumferðarstjórans hjá Isavia þegar hann hefði náð 63 ára aldri. Í dómi Landsréttar hefði komið fram að ekki væri unnt að leggja þá merkingu í umþrætt kjarasamningsákvæði að starfslok skyldu verða við tiltekinn aldur. Þvert á móti mælti það fyrir um að starfslok yrðu við réttindamissi flugumferðarstjóra. Ekki væri fjallað um réttindi til að starfa sem flugumferðarstjóri í kjarasamningnum en reglur um þau réttindi og takmörk þeirra hefðu aftur á móti verið í lögum um loftferðir og stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra. Eftir að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum hefði verið breytt 2017 og 2018 hefðu starfsréttindi flugumferðarstjóra ekki verið háð neinum aldurstakmörkunum. Því hefði viðurkenningarkrafa flugumferðarstjórans því verið tekin til greina. Fordæmisgefandi fyrir stöðu allra flugumferðarstjóra Isavia hefði byggt á því að niðurstaða málsins væri fordæmisgefandi um réttarstöðu flugumferðarstjóra hjá félaginu. Allir flugumferðarstjórar á Íslandi, um 150 talsins, starfi hjá félaginu eða systur- eða móðurfélagi þess. Niðurstaða Landsréttar fæli í sér óvissu um starfslokaaldur flugumferðarstjóra sem hefði hingað til miðast við 63 ár. Þá hefði niðurstaða málsins fordæmisgildi um lagalega stöðu kjarasamninga og hvort frelsi til kjarasamningsgerðar takmarkist af fyrirmælum reglugerðar. Að lokum hafi Isavia talið þá niðurstöðu Landsréttar að kjarasamningsákvæðið mælti ekki fyrir um starfslok flugumferðarstjóra við 63 ára aldur bersýnilega ranga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að dómur í því hefði verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Isavia Eldri borgarar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira