Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar 2. maí 2025 09:02 Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Atvinnurekendur ASÍ Sunna Arnardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun