Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar 2. maí 2025 09:02 Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Atvinnurekendur ASÍ Sunna Arnardóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun