Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar 2. maí 2025 09:02 Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Atvinnurekendur ASÍ Sunna Arnardóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í ávarpi sínu fyrir 1. maí 2025, þá nefndi forseti ASÍ ýmis verkefni sem verkalýðshreyfingin þarf að fara að ganga betur í. Eitt af þessum verkefnum var að tækla aukningu á verktakavinnu, og nefndi þar sérstaklega „Gigg-hagkerfið [sem] er atlaga auðhyggjunar að siðuðu samfélagi“ sem lýst var sem „mannfjandsamlegri hugmyndafræði“. Undirrituð hefur mikla virðingu fyrir störfum ASÍ í baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og hefur í mörg ár stutt ASÍ í þeim aðförum sem farnar hafa verið gegn atvinnurekendum sem of-margir hverjir misnota verkalýðinn sér til hagnaðar og framdráttar. En þetta er sitthvað sem ekki er hægt að horfa framhjá. Já, það eru til atvinnurekendur sem hafa að ósekju krafist þess að einstaklingur starfi sem verktaki, og er þá talað um ‚gervi-verktöku“. En gigg-hagkerfið er skapað af einstaklingum sem kjósa gigg-störf umfram fasta atvinnu, og þá er spurningin, í hverju felst þessi munur? Eru atvinnurekendur margir hverjir að misnota gigg-hagkerfið til að spara launakostnað? Já, alveg klárlega! En það eru fjölmargir einstaklingar sem kjósa gigg-hagkerfið umfram það að vera fastir launtakar, þar sem gigg-hagkerfið leyfir visst frelsi frá öðrum vanda vinnumarkaðarins sem margir launtakar eru nú að forða sér undan, og ASÍ er ekki að tækla. Er gigg-hagkerfið uppsprottið vegna græðgi og niðurrifsstefnu fjármagnsafla? Já! En ekki því krafan kemur frá atvinnurekendum, heldur því þörfin spratt upp hjá einstaklingum. Er kemur að misnotkun og ofbeldi atvinnurekenda gagnvart launtökum þá er undirrituð oftast fyrst til að taka upp heykvíslina og kyndilinn og krefjast úrbóta, en reynslan hefur jafnframt sýnt að það að krefjast úrbóta útfrá röngum ástæðum er álíka gagnlegt og að öskra í tómið. Já, gigg-hagkerfið er sprottið upp vegna erfiðleika frá atvinnurekendum, og já einn sá erfiðleiki sem atvinnurekendur hafa er græðgi. En Nei, græðgi atvinnurekenda er ekki uppruni né ástæðan fyrir gigg-hagkerfinu, heldur er fólk að leitast í gigg-störf af meira mæli vegna annarra vandamála tengdum atvinnurekendum. Með fullri virðingu fyrir ASÍ og forseta þess, þá vonar undirrituð að ASÍ taki sig til og kynni sér mál gigg-hagkerfisins betur og átti sig á þeim grunn-vanda sem er að keyra fleiri einstaklinga í gigg-umhverfið. Og frekar en að níða gigg-hagkerfið, þá frekar að níða þá ástæður sem gigg-hagkerfið skapaðist útfrá. Ég styð baráttuna gegn græðgi atvinnurekenda heilshugar, en ekki á kostnað einstaklinga sem eru einfaldlega að reyna að haga sínu lífi sér í vil. Höfundur er mannauðsstjóri og sérfræðingur í hegðunarstýringu fyrirtækja.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun