Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 11:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador. „Ríkisstjórninni er skipað að fjarlægja ekki neinn meðlim af meintum flokki fanga frá Bandaríkjunum þar til frekari úrskurður dómstólsins kemur,“ segir í yfirlýsingu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana, undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur fylgt herlögum frá 1789 til að brottvísa mönnum frá Venesúela sem sakaðir hafa verið um aðild að Tren de Aragua genginu. Gengið á uppruna sinn í fangelsum Venesúela og hefur Bandaríkjastjórnin skilgreint hópinn sem hryðjuverkamenn samkvæmt umfjöllun Reuters. Herlögin veita heimild fyrir því að flytja fólk frá skilgreindum óvinaríkjum úr landi. Þau hafa einungis verið notuð þrisvar, alltaf á meðan Bandaríkin voru í stríði og síðast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hæstiréttur metur nú hvort löglegt sé að beita ákvæðum gömlu herlaganna. Flytja átti rúmlega fimmtíu manns úr landi, að öllum líkindum til El Salvador samkvæmt NYT. Þeir hafa verið undanfarna daga í fangageymslum innflytjenda í Texas-fylki. Lögfræðingar mannréttindasamtaka lögðu fram beiðni fyrir nokkra dómstóla, þar á meðal Hæstarétt. Þeir höfðu fengið fregnir að fólkið væri þá þegar komið í rútur og þeim hafi verið tilkynnt að flytja ætti þau úr landi. Lögfræðingarnir sögðu einstaklingana ekki hafa fengið nægan tíma til að verja sig fyrir dómi áður en þeim var brottvísað. Alls hafa rúmlega 130 einstaklingar verið sendir úr landi til El Salvador frá því í byrjun mars. Þar eru einstaklingar, sem bandarísk yfirvöld telja að séu hluti af glæpagengi, vistaðir í fangelsi í El Salvadors gegn gjaldi. Bandaríkin El Salvador Innflytjendamál Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
„Ríkisstjórninni er skipað að fjarlægja ekki neinn meðlim af meintum flokki fanga frá Bandaríkjunum þar til frekari úrskurður dómstólsins kemur,“ segir í yfirlýsingu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana, undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur fylgt herlögum frá 1789 til að brottvísa mönnum frá Venesúela sem sakaðir hafa verið um aðild að Tren de Aragua genginu. Gengið á uppruna sinn í fangelsum Venesúela og hefur Bandaríkjastjórnin skilgreint hópinn sem hryðjuverkamenn samkvæmt umfjöllun Reuters. Herlögin veita heimild fyrir því að flytja fólk frá skilgreindum óvinaríkjum úr landi. Þau hafa einungis verið notuð þrisvar, alltaf á meðan Bandaríkin voru í stríði og síðast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hæstiréttur metur nú hvort löglegt sé að beita ákvæðum gömlu herlaganna. Flytja átti rúmlega fimmtíu manns úr landi, að öllum líkindum til El Salvador samkvæmt NYT. Þeir hafa verið undanfarna daga í fangageymslum innflytjenda í Texas-fylki. Lögfræðingar mannréttindasamtaka lögðu fram beiðni fyrir nokkra dómstóla, þar á meðal Hæstarétt. Þeir höfðu fengið fregnir að fólkið væri þá þegar komið í rútur og þeim hafi verið tilkynnt að flytja ætti þau úr landi. Lögfræðingarnir sögðu einstaklingana ekki hafa fengið nægan tíma til að verja sig fyrir dómi áður en þeim var brottvísað. Alls hafa rúmlega 130 einstaklingar verið sendir úr landi til El Salvador frá því í byrjun mars. Þar eru einstaklingar, sem bandarísk yfirvöld telja að séu hluti af glæpagengi, vistaðir í fangelsi í El Salvadors gegn gjaldi.
Bandaríkin El Salvador Innflytjendamál Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira