Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 11:59 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador. „Ríkisstjórninni er skipað að fjarlægja ekki neinn meðlim af meintum flokki fanga frá Bandaríkjunum þar til frekari úrskurður dómstólsins kemur,“ segir í yfirlýsingu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana, undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur fylgt herlögum frá 1789 til að brottvísa mönnum frá Venesúela sem sakaðir hafa verið um aðild að Tren de Aragua genginu. Gengið á uppruna sinn í fangelsum Venesúela og hefur Bandaríkjastjórnin skilgreint hópinn sem hryðjuverkamenn samkvæmt umfjöllun Reuters. Herlögin veita heimild fyrir því að flytja fólk frá skilgreindum óvinaríkjum úr landi. Þau hafa einungis verið notuð þrisvar, alltaf á meðan Bandaríkin voru í stríði og síðast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hæstiréttur metur nú hvort löglegt sé að beita ákvæðum gömlu herlaganna. Flytja átti rúmlega fimmtíu manns úr landi, að öllum líkindum til El Salvador samkvæmt NYT. Þeir hafa verið undanfarna daga í fangageymslum innflytjenda í Texas-fylki. Lögfræðingar mannréttindasamtaka lögðu fram beiðni fyrir nokkra dómstóla, þar á meðal Hæstarétt. Þeir höfðu fengið fregnir að fólkið væri þá þegar komið í rútur og þeim hafi verið tilkynnt að flytja ætti þau úr landi. Lögfræðingarnir sögðu einstaklingana ekki hafa fengið nægan tíma til að verja sig fyrir dómi áður en þeim var brottvísað. Alls hafa rúmlega 130 einstaklingar verið sendir úr landi til El Salvador frá því í byrjun mars. Þar eru einstaklingar, sem bandarísk yfirvöld telja að séu hluti af glæpagengi, vistaðir í fangelsi í El Salvadors gegn gjaldi. Bandaríkin El Salvador Innflytjendamál Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
„Ríkisstjórninni er skipað að fjarlægja ekki neinn meðlim af meintum flokki fanga frá Bandaríkjunum þar til frekari úrskurður dómstólsins kemur,“ segir í yfirlýsingu dómara Hæstaréttar Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana, undir forystu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur fylgt herlögum frá 1789 til að brottvísa mönnum frá Venesúela sem sakaðir hafa verið um aðild að Tren de Aragua genginu. Gengið á uppruna sinn í fangelsum Venesúela og hefur Bandaríkjastjórnin skilgreint hópinn sem hryðjuverkamenn samkvæmt umfjöllun Reuters. Herlögin veita heimild fyrir því að flytja fólk frá skilgreindum óvinaríkjum úr landi. Þau hafa einungis verið notuð þrisvar, alltaf á meðan Bandaríkin voru í stríði og síðast á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hæstiréttur metur nú hvort löglegt sé að beita ákvæðum gömlu herlaganna. Flytja átti rúmlega fimmtíu manns úr landi, að öllum líkindum til El Salvador samkvæmt NYT. Þeir hafa verið undanfarna daga í fangageymslum innflytjenda í Texas-fylki. Lögfræðingar mannréttindasamtaka lögðu fram beiðni fyrir nokkra dómstóla, þar á meðal Hæstarétt. Þeir höfðu fengið fregnir að fólkið væri þá þegar komið í rútur og þeim hafi verið tilkynnt að flytja ætti þau úr landi. Lögfræðingarnir sögðu einstaklingana ekki hafa fengið nægan tíma til að verja sig fyrir dómi áður en þeim var brottvísað. Alls hafa rúmlega 130 einstaklingar verið sendir úr landi til El Salvador frá því í byrjun mars. Þar eru einstaklingar, sem bandarísk yfirvöld telja að séu hluti af glæpagengi, vistaðir í fangelsi í El Salvadors gegn gjaldi.
Bandaríkin El Salvador Innflytjendamál Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira